Hökull, hluti af friðlandi Þórsárvera

Djásnin við Þjórsá eru ekki á förum. Gnúpverjar geta státað af fegurstu fossum Íslands. Þeir hafa varla sagt sitt síðasta orð. 

Einn fegursti foss á Íslandi er í yfirlætislausri þverá Þjórsá, Hölkná. Hann er hljóðlátur slæðufoss og gæti heitið Hökull, því að með öllu er óviðeigandi að þvílíkur dýrgripur sé nafnlaus. Algjört augnayndi og skammt frá honum er leitarkofi sem segir sína sögu. Hökull er hluti af messuskrúða, þræðir skrauts, lita og tákna aftur í aldir.

Í orðabókinni er höllkn, grýtt og gróðurvana landsvæði, öræfaígildi sem býr yfir ákveðnum töfrum. Næstu örnefni við Hölkná eru Ófærutangi, Öræfatögl og brúnir. Örnefnin Hóla og Fitjaskógar eru ekki langt undan, en efstu skógarleifar eru við Hökull. Upp með Þjórsá að vestan eru ótal gróðurvinjar, grámosi og víðir.

Áhugamenn um verndun Þjórsá hafa lagt til að friðland Þjórsárvera næði um gljúfur Þjórsá allt niður að Stöng. Háifoss og Stangarfjall meðtalið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband