Ævintýri Pírata, afla fjár í Kolaportinu

Netið er gott fyrir ævintýrin. Ung dóttir mín er farin að kenna mér á tölvutakka sem ég hef varla hreyft. You Tube er uppáhaldsstöðin hennar, þar getur hún endalaust fundið leikrit og sögur. Ævintýri sem hafa áður verið lesin fyrir hana á íslensku.

Hún heitir eftir heilagri Helenu og öðrum baráttukonum, hollenskum, og suður afrískum, hvar sem þær eru staddar í heimi hér. Píratinn Kristín Elfa skrifar sannfærandi grein í blaðið í gær korter fyrir kosningar. Hún segir að netið muni færa okkur óvæntar framtíðartekjur, það geti og upplýst okkur um allt sem gerist á Alþingi, bönkum, lífeyrissjóðum og í fyrirtækjum.

Píratar hafa samið kosningakerfi á netinu sem gæti skilað samfélaginu miklu betri ákvarðanatöku kjósenda. Friðhelgi á internetinu, beint lýðræði og gagnsæi. Píratar hafa náð árangri í skoðanakönnunum og mælast yfir 5 % mörkunum. Þeir búa að því að hafa stofnað flokkinn fyrir nokkrum misserum þegar aðrir eru mánaðargamlir.

Netið hefur komið þeim lengst áfram.  Þeir sem trúa að breytingar á stjórnarskránni muni færa okkur betra þjóðfélag og regluverk, hafa fengið haldreipi í pírötum. Á meðan gömlu flokkarnir eru að taka lán út á framtíðarstyrkti af almannafé, ná píratar langt á gjafafé úr Kolaportinu. Netfólkið á næsta leik. Þá mun hagvöxtur aukast.


mbl.is Brostnar vonir um hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband