Kukl og snákaolía

Fjárlög sem auka verðbólgu eru ógnvænleg. Nú hefði verið hægt að ná sátt við launamenn hefði ríkisstjórnin haft hemill á "jólagjafapakkanum."  Eða viljað verðstöðvun. Skyldu barnafjölskyldur fagna því þegar vextir og verðtrygging hækkar á lánum þeirra? Er nauðsynlegt í kreppu að lengja fæðingarorlof?Reyndar virðast vinstrimenn hræðast fólksfækkun og landflótta mest. Af hverju skyldi það vera?

Er nauðsynlegt í samdrætti að byggja marga milljarða húsnæði fyrir háskólafólk. Fangelsi sem er fimmfalt dýrara en það þyrfti að vera. Er aðkallandi að láta skattgreiðendur greiða fyrir kukl og snákaolíu. Margt af fjárfestingastefnu ríkisstjórnar er eins og út úr kú. Ef vel hefði verið staðið að málum hefðu fjárlög ekki þurft að hækka. 

Skattahækkanir þurfa miklu meiri umræður. Einkum meðal borgara eins og í Kaliforníu. Samráð ætti að vera við stjórnarandstöðu þegar svo mikilvæg mál koma til umræðu. Við erum í sömu sporunum og 1991 sem sýnir að fulltrúalýðræðið er komið að fótum fram.


mbl.is Skýrari skilaboð frá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Nú horfir fram í að hjúkrunarfræðingar komi af stað óskilgetnu afkvæmi óráðsíu vinstristjórna.... alsherjarverkfalli.

Óskar Guðmundsson, 5.12.2012 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband