Eignarhald Nokia og váin?

Tryggvi Þór kemur inná athyglisverða hluti sem ekki hafa farið hátt. Hér talar alþingismaður og hagfræðingur, en líka frambjóðandi með víðtæka reynslu. Kreppan varð óhjákvæmileg þar sem menn fóru offari. Þær hafa víða stungið sér niður, einkum þar sem allt var í uppgangi. Velgengni Nokia stóð í nær áratug, þá komu veruleg vandræði. Stolt og prýði Finna beið mikið skipbrot þegar forskotið tapaðist.

Hvernig menn vinna sig út úr vandanum gæti reynst þrautin þyngri. Tæknibyltingin er ör og margir á hlaupabrautinni. Kóreumenn hafa líka gengið í gegnum erfileika, en fyrirtæki þeirra hafa nú skotið Nokia ref fyrir rass. Hvernig við komumst upp á ísinn er undir því komið hvaða haldreipi við höfum. Viljum við láta fyrirtækin okkar fara til erlendra aðila spyr Tryggvi? Nú þegar hefur ríkisstjórnin með mismunun og skattaálagi takmarkað getu einstaklinga til að fjárfesta og eiga fyrirtæki. Eignarhald verslunarfyrirtækja er að færast í meira mæli til Evrópubúa. Þeir búa við önnur vaxtakjör og annan gjaldmiðill.

Lífeyrissjóðirnir hafa fengið forskot en það dugar skammt þegar erlendir gammar leika á vellinum. Það liggur við að maður öfundi Færeyinga og Grænlendinga að hafa danska krónu þegar ekki sést til lands.

Tryggvi vill frysta skuldbindingar kröfuhafa og fá samstöðu þingmanna um aðgerðir í stað þess að láta Seðlabanka taka ákvörðum í formi reglugerða. Hann vill hætta að greiða ofurvexti af aflandskrónum og afskrifa eignir erlenda kröfuhafa. Seðlabankinn virðist eiga fullt í fangi með að halda í krónuna. Er Seðlabankinn þess umkominn að taka skellinn og á sig lögsóknir sem í kjölfarið kæmu. Var það ekki þannig sem Argentinumenn spiluðu á vellinum og fengu að lokum eftirgefið mikið af skuldum. Þetta verður spennandi umræða og holl fyrir komandi kosningar. Tryggvi vill veita formanni sinum liðveislu og stækka umræðuna. Grasrótin í netheimum hefur þegar tekið við sér.


mbl.is Að steðjar vá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband