Samanburður við Kanada

 

Skemmtileg grein hjá Jenný Jensdóttur sem búsett er í Kanada, JennýStefania.blog.is um ástralska fjárfesta í Kanada. Hún segir frá því að Kanadamenn hafi hafnað 39 milljarða dollara yfirtökuboði frá fyrirtæki í fyrrum samveldislandi, sem vildi eignast hvíta gullið. 4200 milljarða fjárfestingu. Eigandi Magma, Ross Beaty var á sömu skoðun og kanadísk stjórnvöld.

Jenný hefur sagt á netsíðu sinni að Kanada sé „gríðarlega vel rekið“ ríki sem er 123 sinnum fjölmennara en Ísland. Á margan hátt er menningin svipuð, blönduð evrópsk og amerísk áhrif. Kanada er í EFTA og reynt hefur verið að auka viðskipti milli Íslands og Kanada, en fjarlægð millilandanna er mikill.  

Hér hafa stjórnvöld ítrekað selt ríkisfyrirtæki til útlendinga eða til niðurrifs til að fá nokkrar krónur í kassann, eins og t.d. áburðarverksmiðjuna, járnblendið og fl. Ekki er hugað að því að skapa skilyrði fyrir aðkomu almenningshlutafélaga í eigu Íslendinga enda bankar á brauðfótum. VG er á móti sölunni á H S Orku, en getur svo lítið gert til að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir innlenda yfirtöku. Forsætisráðherra hefur sagt að hún ráði ekki við bankana eða lífeyrissjóðina. Þeir væru ríki í ríkinu. Vinstri Grænir eru lengra frá lausnum því þeir hræðast einkaframtakið og hafa enn ekki komið með farsælar lausnir um banka né almenningshlutfélög. Verða síðan að kyngja því að ríkistjórnin biðlar til erlendra aðila um að koma hingað á sérkjörum, fyrir utan lágt orkuverð. Nú síðast með skattalegri aðlögun að gagnaveri. 

Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við viðskiptaumhverfið í þeim löndum sem stöðugt eru að leita að erlendum fjárfestum. Við ættum að skoða betur hvað stjórnvöld eru að gera eða geta ekki gert vegna þess að umræðan um þessi mál hefur ekki skilað árangri. Þjóðfundurinn er með góðan tilgang en hversu langt nær hann.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband