The Times býr til spennu og leikþráð

Ensku blöðin hafa komist í feitt þegar þau fjalla um val á nýjum formanni Íhaldsflokksins. The Telegraph tekur boltann á lofti og fer út um víðan völl með þær stöllur. Litríkar myndir og vídeó segja mikið, reyndar flest sem þarf til að leikmaður geti myndað sér skoðanir á tveimur frambjóðendum.

Theresa May virkar djarfari með frískleika og dugnaðarsvip. Hún velur sér fatnað til að lífga upp á drungalegt andrúmsloft stjórnmálamanna. Manna sem þurfa stöðugt að vera á löngum fundum til að ná niðurstöðum. Þá er gott að hafa konu til að taka af skarið inn í karlaveldi. Stjórnmálakokk sem ekki hikar við að brydda upp á nýjungum og setja fram til sigurs.

Andrea Leadsom birtist á myndunum sem íhugandi með spurnarsvip skólastjórnandans. Reynsla hennar á stjórnmálasviðinu er talsvert minni og raunar ólíkt saman að jafna. Engin veruleg samkeppni í kosningum er á milli þeirra, en ensku blöðin láta lesendurnar um að dæma. Niðurstaðan fæst ekki fyrr en í leikslok, í helgarblaðinu eða þegar allt hefur komið fram sem þarf að segja.

Í sama blaði er mynd af Hillary Clinton raunamæddri á svip. Líkur eru á að þessar tvær konur eigi eftir að marka tímamót, hver í sínu landi. Ná fram samheldni og markmiðum sem kjósendur og stjórnmálamenn hafa markað.


mbl.is Telur sig hæfari því hún er móðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2016

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband