Kveðjustund í Laugarneskirkju og gleymdir listamenn

Miðvikudag 10. maí var Kári Eiríksson listmálari jarðsunginn. Athöfnin fór fram í Laugarneskirkju í Reykjavík, fallegri stílbyggingu Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Ekki var ég alveg viss hvort ég væri á réttum stað því önnur kirkja hafði verið nefnd við mig deginum áður.

Þegar ég nálgaðist kirkjuna að vestan blasti við stór íslenskur fáni í hálfa stöng við inngang kirkjunnar. Veðruð kirkja böðuð skeljasandi í sementlit með einkar fallegum gluggum á langhlið. Stærð og skipan þeirra minntu mig á list Kára. Kirkjan í hamrastíl Guðjóns með rómversku yfirbragði klausturs. Hér var vel valin umgjörð um einstaka, látlausa og hlýja íslenska kveðjustund. 

Athöfnin með forspili og bæn á hefðbundinn máta. Einsöngur tenórsins Gissurar Páls Gissurarsonar fyllti kór kirkjunnar. Minningarorð, þar sem presturinn lagði áherslu á hlýjuna. Andblæ vestfirska fólksins og vina. Vinabönd sem byggja brýr og traust.

Sonarsonur Kára, Dagur lék einleik á gítar. Kammerkór kirkjunnar söng. Karl Sigurbjörnsson fyrrverandi biskup jarðsöng. Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði kveðjuathöfnina með nærveru sinni og hlýhug til listamannsins.

Hlýja að vestan, samheldni, samvinna og gagnkvæm virðing fyllti loftið. Alúðin við síðustu kveðju hinna nánustu og vina sem bjuggu í borginni. Kirkjubyggingin, nesperla Guðjóns Samúelssonar undirstrikar líka gjafir listamanna í formum, litum og dráttlist. Hinum þöglu gjöfum sem tala.

Kirkjugestir að vestan og úr borginni, frá hinum ýmsum stöðum og úr ólíkum stéttum. Margar aldnar kempur, hoknar af lífsreynslu, en líka ungum mönnum sem hafa þroskað list sína í tónum og spili. Undir kaffi og veitingum mátti mæla við íslensku konuna sem oft birtist í málverkum Kára, hvöss, ákveðin og einbeitt með skoðanir. List Kára er íslensk eins og hamrar Samúelssonar.

Kári hefði getað skapað sér gott nafn í Ameríku en þangað leitaði hugur hans oft. Honum var falið að gera stórt verkefni fyrir Ólympíuleikana í Mexíkó. Oft talaði hann um listamenn í Ameríku sem brutust áfram af eigin rammleik óstuddir. Án styrkja en með stuðningi listaðdáenda. Listsköpun Kára var sjálfstæð eða frjáls eins og það heitir í dag. Hún féll ekki inn í ramma þeirra er skrifuðu myndlistagagnrýni í blöð.  

Kári átti það sameiginlegt með Guðmundu Andrésdóttur að vera ekki í náðinni hjá listagagnrýnendum eða skólabókamönnum sem læra listasögu. Neikvæð gagnrýni og niðurrif tóku á Kára Eiríksson, þótt hann léti ekki á því bera. Sjálfur man ég þegar ég var nemandi Guðmundu að hún málaði undurfarar abstrakt myndir. Á sama tíma voru margir abstraktmálarar talir óæðri listamenn. Þetta fundum við ungmennin þegar við nutum þess að hafa úrvalskennara í myndlist. Kennara á borð við Guðmundu Andrésdóttur og Jóhann Briem.

Það var á orði meðal aðdáenda Kára Eiríkssonar að efna ætti til yfirlitssýningar á verkum hans. Ekki væri úr vegi að sameina í eina sýningu verk Guðmundu, Jóhanns og Kára á Kjarvalsstöðum. Einstakir, gleymdir og vanmetnir listamenn sem fóru sínar eigin leiðir.

 

 


Óvæntur glaðningur

Glæsilegur árangur. Alltaf gaman þegar gáfur skila sér á skólabekk. Einstakt að fá jafn háa einkunn í tækninámi, en forskólanámið hefur eflaust komið að góðum notum. Grafísk hönnun býr yfir miklum möguleikum í leturlist. Formbygging sem kemur mest fram á pappír eða neti.

Grafík er myndlist og litastýring frekar en vinnsla þar sem sjálfstæð vinnubrögð eru viðhöfð. List sem við meðtökum sem sjálfsagðan hlut, þegar mikið liggur að baki. 


mbl.is Dúxinn er þrítug móðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk ástarveisla í söng og litadýrð

 

Lifandi vettvangur iðandi lífs þjóðabrota Evrópu. "Thank you Europe" sagði bláklædda söngkonan frá Úkraínu . Minnti á að þjóðir þurfa að lifa saman í sátt og samlyndi. Rússar verða enn að læra og bíða þess að vinna.

Gísli Marteinn var lifandi og skemmtilegur sviðsstjóri RÚV. Stór hluti sýningarinnar eru sviðsgaldrar, leikur ljós og lita. Sviðsframkoma. Mögnuð grafík í stafagerðalist birtist í nöfnum landanna. Sýning fyrir 200 milljón áhorfendur.

Þau lönd sem ná lengst eru oftast með bestu sviðsmyndina. Glæsilegir kjólar. Kynþokkafullir drengir. Glæsilegar söngkonur frá Úkraínu, Möltu og Armeníu voru allar ofarlega á vinningslistanum.

Greta Salóme týndist líklega í dökkri sviðsmyndinni í átakalitlu lagi. Úkraínska söngkonan Jamala aftur á móti hvarf aldrei af sviðinu í litum bláa vatnsins, umvafin eldi og gulum sólarkrossi. Engin stig  frá Ísland til Úkraínu, því miður.


mbl.is Úkraínskur sigur í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja og Sigurður Ingi stjörnufólk Íslands

Vinargleði og léttleiki. Sómi af látlausum fulltrúum Íslands. Alþýðulegt fólk sem hefur skotist upp virðingastigann í viðhafnarveislu með einstökum forseta. Obama hefur haft erindi og erfiði í forsetastóli. Áorkað miklu sem ekki er víst að aðrir hefðu getað. Nú síðast friðarumleitanir í Sýrlandi.

Obama flutti hermenn frá Afganistan og Írak. Samdi við Íran. Endaði valdatíð einræðisherra í Líbýu. Opnaði á ný tengsli við Kúbu eftir 50 ára einangrun. Listinn er langur á umbótum sem skelleggur og ákveðinn forseti getur náð. Markverðasta eru aukin réttindi í tryggingalöggjöfinni.

Þá er talið að hann hafi endurreist bílaiðnaðinn og á hans tímabili fengu um 13 milljón manna nýja atvinnu. Flokkur Obama er til vinstri/hægri í stjórnmálum líkt og Framsóknarflokkurinn. Eykur atvinnu og styrkir innviði, en líka einkaframtakið. Með komu Obama til Íslands myndi Framsókn fá fleiri rósir í hnappagatið.

Nýtt heiti í stjórnmálum er að finna í leiðara Morgunblaðsins í dag: Mið-vinstrihægriflokkur og stjórnar í Brasilíu. Aðeins eru tveir flokkar í raun starfandi á Íslandi. Vinstri/hægri stjórnarflokkar sem nú stjórna og marxísku flokkarnir með pírötum sem eru ómarkvissir og tækifærissinnaðir í sínum stefnumálum.


mbl.is Sigurður Ingi reytti af sér brandarana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gangi honum vel en ekki of vel"

Sagði sagnfræðingurinn Guðni og forsetaframbjóðandi í morgunútvarpinu við hinum óvæntu tíðindum um framboð Davíðs Oddssonar. Spennufall varð í sunnudags umræðuþættinum á Hringbraut "Social-Media" eins og einn háskólakennarinn orðaði það í morgun. Fréttir morgundagsins voru óvæntar og ollu straumhvörfum í hinni pólitísku umræðu. RÚV fann einn álitsgjafa norðan heiða sem skilgreindi baráttuna sem kosningu milli kynslóða. 

Á næstu dögum kemur í ljós í könnunum hver er líklegastur til að sigra í forsetakosningum. Vinstrisinnaðir fréttamenn á "Socialist-Media" fjölmiðlunum munu sameinast um Guðna Th. Jóhannesson. Áhrifavald sjónvarps verður afgerandi fyrst um sinn en það mun fjara út þegar nær dregur kosningum. Ef Davíð Oddson sigrar í forsetakosningunum mun það hafa áhrif á úrslit næstu Alþingiskosninga. Forsetaembættið hefur alltaf verið tákn um valdajafnvægi og hver vill ekki hafa varnagla á ef allt fer á versta veg.

Hvernig sem umræðan þróast mun Davíð Oddsson verða líklegur til að sigra. Engan stærðfræðing þarf til að sjá að líkurnar eru talsverðar þegar þrír turnar berjast um athyglina. Úrslit 40-30-20 eða 35-25-30 prósent milli þriggja. Aðrir frambjóðendur fá þá 10 prósent atkvæða.

 

 

 

 


mbl.is Davíð býður sig fram til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump sigrar með stílbrögðum sjónvarps

Yfirburðaþekking Trumps á leikbrellum í sjónvarpi flýta fyrir sigri hans. Eins og margir stjórnmálamenn á tuttugustu öldinni býr Trump til sinn eigin raunveruleika sem gengur í fjöldann. Ekki sakar að hann kemur fram á sviðið óháður innsta hring flokksmaskínu sem öllu vill stjórna.

Glæsilegur á velli og hörkuduglegur baráttumaður sem kjósendur laðast að. Flokkssamkomurnar í Bandaríkjunum eru sýndarveröld þar sem draumar manna birtast. Hver vill ekki sjá sterkari þjóðríki sem veitir fleiri atvinnu. Ríki sem býður upp á sterkan leiðtoga.

Margir hafa sagt að það séu tvær hliðar á uppákomum Trumps. Hófsamur málflutningur og svo æsileg sýndarmennska, allt eftir því hvernig landið liggur í kosningabaráttunni. Áhugavert verður að fylgjast með málflutningi hans þegar nær dregur kosningadegi. 


mbl.is Hvaða tromp hefur Trump?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2016
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband