5.2.2023 | 18:44
Veðurfréttir í vámánuði? Lofa skal leiðtoga
Það eru margir sunnudagsprestar í flokkunum, þeir sjá leikfléttu í hverju skrefi hjá þeim sem standa vaktina. Dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson er ódeigur við að velta málum upp og fá skýra stefnu fram. Einn gagnrýnandinn orðaði það þannig að ríkisstjórnin væri eyðslustjórn og með buxurnar á hælunum.
Sá hinn sami er að taka til í sínum garði, minnka hraðann á prentvélunum. Hlusta á sannindi sem blöstu við fyrir löngu. Ekkert verður til úr engu, sviti, tár og endurskoðun er það sem flestir læra að þurfi til að ná árangri. Að tala mannalega um varnir og vöktun þarf til að búa fámenn í Norður-Atlandshafi? Lágmarks flugfloti er nauðsynlegur til að tryggja öryggi og þjálfun. Áður voru þyrluslys tíð en með betri tækjum, aukinni þjálfun og öryggisreglum er sá tími að baki.
Hvort slönguvélin TF-Sif sé það nauðsynlegasta í breyttum heimi, þegar mörg fyrirtæki geta boðið upp á þá þjónustu sem hún kann að veita er ákvörðun fyrir Gæsluna og pólitískan yfirmann hennar. Merkilegt er að landamæraeftirlit á höfunum skuli ekki vera meira tengt starfseminni á Keflavíkurflugvelli.
Það hefur komið í ljós í óveðrunum í vetur að þótt millilandaflugvélar geti lent fullar af farþegum komast þeir ekki útúr vélunum fyrir veðurofsa. Aftur erum við áminnt um að við búum á við eitt mesta veðravíti á norðurhveli. Framundan er sá kafli þegar veðurhæðin verður hvað mest.
Aðeins með umræðu og vangaveltum fram og aftur er hægt að breyta stöðunni. Láta flugvélarnar aka inn í veðurskýli og láta farþega fara út á upphituðu svæði. Síðan fara áfram neðanjarðar í lest til flugstöðvar? Ein hliðin á peningnum sem á að tryggja öryggi? Til þess þarf ráðamenn sem þora eða samheldan hóp sem tryggir málinu eftirfylgni.
![]() |
Varað við vondu veðri og stormi um allt land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lýsa skorti á yfirsýn í kennaranáminu
- Áfengisskattar á Íslandi langhæstir
- Segir Ásdísi ekki hlusta á íbúa Kópavogs
- Skjálftinn eins og þvottavélin væri að vinda
- Flugfélögin gátu enga björg veitt eftir fall Play
- Urriðaholt tengist Flóttamannaleið
- Þetta er alvarleg þróun
- Þetta þarf ekki að vera svona leiðinlegt
Erlent
- Lést af völdum sjúkdóms sem var ekki meðhöndlaður
- Lögregla nafngreinir árásarmanninn í Manchester
- Aukið öryggi í öllum bænahúsum gyðinga í Bretlandi
- Andlátum vegna hita á Spáni fjölgar um 88%
- Hryðjuverk í Manchester: Tveir handteknir
- Barnungir piltar handteknir í Sarpsborg
- Trump hótar fjöldauppsögnum
- Framlengja varðhald yfir tveimur skipverjum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.