22.12.2022 | 08:08
Mikið jarmað og slysalaus stórhríð
Margar athyglisverðar fréttir af veðri og færð í dag. Enn og aftur áminntir um að við búum á Íslandi og því verður varla breytt. Sama hvað miklar kröfur eru gerðar um tækjabúnað og snjómokstur til að halda leiðum opnum. Ekki nægir að moka brautir ef ferðamenn komast ekki úr eða í flugvélar.
Fólkið sem vinnur sleitulaust við að halda vegum og brautum opnum í stórhríð og frostveðri vinnur ótrúleg afrek. Ferjar fólk á milli staða þar sem aðeins stór tæki og torfærubílar komast. Blindhríð á Reykjanesbraut og við Keflavíkurflugvöll fyrr í vikunni var látlaus og óvenjulega há veðurhæð. Í Reykjavík var nánast logn þegar linnulaus stórhríð og snjóveggur var suðvestan Kúagerði.
Öll tiltæk snjóruðningstæki, logregla og björgunarsveitabílar reyndu í hríðinni að koma starfsmönnum og fleirum suður á flugvöll. Starfsmenn Isavia og ruðningsmenn á stórvirkum tækjum mokuð látlaust vegi alla þriðjudagsnóttina við flugstöðina. Flugleiðamenn í eldhúsi flugvallar veittu farþegum í flugstöðinni sem áttu bókað flug máltíðir. Ferðamenn misjafnlega búnir fyrir stórhríðaveður sýndu nær allir einstaka þolinmæði eins og þeir væru innfæddir Grænlendingar. Einstök upplifun fyrir aðra.
Alvanalegt var að farþegar Icelandair á leið til Grænlands þyrftu að bíða eftir að krappar lægðir gengju yfir á hótelum í Reykjavík. Allt á kostnað flugfélagsins? Grænlendingar eru vanir að þurfa að bíða sólarhringum saman eftir að lægðir gangi yfir. Kanada og Bandaríkjamenn þekkja veðurham á norðlægum slóðum og alvanalegt er að umferð teppist við norðlæga flugvelli vegna snjókomu.
Það er því snautlegt að heyra ákveðna hópa blaðafulltrúa og kjörna alþingismenn halda uppi kröfum um að allt eigi að vera betra í hinum ófullkomna heimi. Lofa meiru en hægt er að standa við.
Ljóst að tjónið er mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.