16.8.2022 | 10:09
Pistlahöfundar í öngstræti. Fagurt sólarlag í Hvalfirði
Keikur Skúli Mogensen tekur upp pennann vegna skrifa laugardags pistlahöfundar í Fréttablaðinu. Sturluhátíð virðist vera upprunninn á Fréttablaðinu og gengur í gegnum alla leiðaradálka blaðsins. Frítt borð til að hakka í sig þá aðila sem sem eru skapandi og ögra. Alltaf mistekst einhverjum og verður fótaskortur og þá er oft látið vaða í liggjandi manninn.
Góður gangur baðlóns í hrauninu var undanfari þess að hægt var að halda áfram útgáfu fríblaðs, en auglýsingatekjur, aðallega frá sjálfstæðum félögum hafa borið uppi mestan kostnað við blaðið, þar á meðal frá WOW flugfélögum. Enginn skyldi fleipra um áhætturekstur sem fylgir flugi. SAS, Norwegian og ótal fleiri stór og smá. Flugfélag Mogensen var undanfari þess að ýmis fyrirtæki tóku að blómstra og þar náði ferðamennskan og Bláa lónið einum hátindi. Enginn skákar útbroti í heilu eldfjalli, endurvakinni eldstöð.
Ríki og bæjarfélög, ásamt hjálparsamtökum leggja sitt að mörkum til að flestir geti notið sjónarspilsins við eldstöðina í Meradölum. Enginn fer í grafgötur með að það kostar að bjóða upp á farsæla leiðsögn dag og nótt. Án forspils Skúla Mogensen með vogun vinnur væri þessi einstæði möguleiki, að gefa sem flestum tækifæri á að sjá einstæðan náttúruviðburð í öllu sínu veldi ekki að skila sér í farsælu samstarfi einkaaðila og hins opinbera. Sem betur fer skila ferðamenn miklum virðisauka og gerir framtak opinbera þjónustuaðila kleift að fjármagna það sem fyrr var ókleift? Ekki má gleyma því að nokkur eldfjallaríki, eyríki þar sem gos eru tíð hafa lokað fyrir aðgang ferðamanna að eldstöðvum vegna fámennis og getuleysis.
Fyrir margt löngu stofnaði Mogensen Lyfjasali Garðsapótek, það þótti talsvert framtak á sinum tíma þegar banka þjónusta var 3 mánaða víxillán. Mogensen heitinn var brosmildur og öðlingur góður, örvaði okkur strákana í leik og starfi. Á sama tíma og Mogensen var að stofna apótek í Sogamýrinni var ég að koma á fót byggingaverslun. Það var mikill uppörvun ungum sjálfssprottnum fyrirtækjamanni að fá heimsókn borgarstjóra í verslunina á sama tíma. Auk heimsókna listamanna og skálda, orðháka þess tíma. Mörgum finnst það ef til vill barnaskapaur að hugsa hlýtt til fyrirmenna þegar þeir líta inn. Allavega ekki í Höfða. Geir Hallgrímsson kom víða við og var ötull, hlífði hvergi sjálfum sér við að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins með borgarafundum og heimsóknum. Mesta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið fylgdi á eftir, ef mig minnir rétt.
Það er ekkert að því að heimsækja Dalahátíðir sem leiddar eru með vinskap við rétta stjórnmálamenn, en þegar hinir ekki réttu baða sig í heitum sjó innarlega í Hvalfirði er eins og skrattinn sé uppvakinn hjá ákveðnum pistlahöfundum. Undur íslenskra náttúru er einnig að finna í Hvalfirði þar sem sjósund voru iðkuð af forngörpum. Fátt er eins fallegt eins og sólarlag og upprisa sólar innarlega í Hvalfirði.
Frosin jörð í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.