10.10.2021 | 08:12
Gjörningaveður, sýnd veiði en ekki gefin
Frá því kosningum lauk hafa pólitískar stórhríðir gengið yfir. Svikalýðræðið með áratuga atkvæðamisvægi afhjúpað nú sem aldrei fyrr. Öllum á óvörum birtist þingmaður miðjuflokksins eins og nýkominn af fjalli, alsnjóaður af baktali og misyndi að eigin sögn. Stuðningsmenn sem höfðu staðið í kosningasmölun um allt Suðurland eru enn ruglaðir eftir gjörninganótt kosninga sem og fleiri Vökumenn sem höfðu ekki búist við að ókrýndir birtust í þingflokknum.
Ekki nóg með að stofnanir hafa lagt sig fram um að auka bjartsýni í furðuveröld alþingismanna heldur hafa stórskyttur blaðanna lagst á eitt með að draga menn upp úr þunglyndinu. Fyrirsagnir um milljón tonna loðnukvóta á að gefa 4-6% aukið fé í þjóðarkassann. Fasteignaverð hefur og rokið upp um 14% í kjölfar hjálparstarfs reiknimanna. Einhuga um að bjarga einstökum sveitafélögunum frá gjaldþroti?
Hagstofa - Þjóðskrá sem heyrir undir forsætisráðuneytið fer trúlega eftir vísindaútreikningum, en það vekur umhugsun að stórfrétt um loðnukvóta birtast á sama tíma og viðræður um skipan næstu ríkisstjórnar eru að hefjast. Hafrannsóknir við Grænlandsstrendur þar sem farið er yfir sama hafsvæðið aftur og aftur? Hvar er hlutur Grænlendinga í loðnukvótanum og skyldu þeir getað komið inn í íslenska lögsögu og hafið "rallý" rannsóknarskipa til að mæla loðnukvóta sem þeir vilja veiða?
Sagt var að í eina tíð að vinnuþjakaðir togarasjómenn eyddu aflafé í ómynnisástandi í tveggja daga innilegu. Var allt talið réttlætanlegt til að koma þeim ómeðvitað á galeiðuna aftur áður en af þeim raknaði víman.
Eftir sýnda en ekki gefna veiði kemur svo enn einn bjargvætturinn, rafíþróttir sem á að bjarga kassanum í allsherjar gloríuveislu í Laugardagshöll eftir að boltamenn hafa verið sendir í frí.
![]() |
Vita ekki hvort Erna fylgi Birgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.