Einlægni og vinnusemi skilaði óvæntum úrslitum

"Tómas kenndur við hamborgara..." sagði stjórnandinn á kosningavökunni þegar kom að Tomma. Jakob Frímann var og inni. Óvænt tíðindi úr Norðaustur kjördæmi og Reykjavíkur norður. Stór kosningasigur Ásmundar Einars barnamálaráðherra var skjótt merkjanlegur. Þeir félagar Sigurður Ingi og Ásmundur virtust ekkert hissa en olnbogaskot þeirra á milli við hverjar nýjar sigurtölur kættu áhorfendur. Úrslitin komu jafnvel kosningaspámönnum á óvart en allir samglöddust þremenningunum. 

Þeir fiska sem róa, gömul og ný sannindi. Vinnusemi og reynsla spiluðu án efa stærstan þáttinn. Hinn trúfasti Tómas hafði lengi gælt við hugmyndina að setjast á þing með bindi og í jakka. Ef hann var ekki á kosningafundum þá mátti sjá honum bregða fyrir á næstu gatnamótum í "amerískum gul máluðum kakka" Glæsibíl frá Saab og með merki flokksins. Báðir eru þeir Jakob og Tómas vanir sviðsmenn, þekktir fyrir vinnusemi og atvinnumennsku þar sem allt er breytilegt.

Góðmennið og tónlistamaðurinn Jakob Arnars Magnússon hafði engu gleymt frá því hann tók þátt í einum stærsta sigri Jóns Hannibalssonar sem varð til þess að Jón fór í víking til að hjálpa við að frelsa Eystrasaltsríkin undan oki sovéskra kommúnistastjórnar. 

Jakob Frímann lýsir vel hrossakaupum sem eiga sér stað í embættisveitingum og pólitísku plotti í ævisögu sinni sem kom út eftir aldamót. Þar dregur hann ekkert undan enda í eðli sínu listamaður með pólitíska innsýn. Hann ætlar að tala fyrir höfunda og eignarétti. Hann er ekki einn þeirra pólitísku sjónhverfingamanna sem tekur frá þeim ríku til að gefa fátækum, Hrói Höttur. Hann rær frekar í því rými þar sem fátækir, sjúkir og fatlaðir eiga að njóta allra sjálfsagða borgararéttinda til jafns við aðra. 

Fljótlega mun koma í ljós hvaða meirihluti mun verða ofan á til að stjórna landinu. Fjögur ár er langur tími í pólitík og fáar þriggja flokka stjórnir hafa náð að þrauka út kjörtímabilið. Vandi er í hverri þraut en kosningasigur Framsóknar bendir til að landsbyggðamenn vilji hafa hönd í bagga þegar miðhálendis og landsbyggðarmál eru leyst.


mbl.is Smitaður einstaklingur á kosningavöku Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband