19.9.2021 | 15:32
Kusu með fótunum og fóru. Trúðu ekki á gilt loforð
Hátt í hundrað þúsund Íslendinga, flestir ungir og menntaðir hafa yfirgefið landið og leitað tækifæranna erlendis síðustu áratugi. Mikill blóðtaka, en hingað hafa komið útlendingar frá ólíkum löndum til að fylla í skarðið. Óvanir aðstæðum en hafa bjargað útflutnings atvinnuvegunum í manneklu.
Mikill hluti þessara einstaklinga fóru til búa við stöðugra verðlag og mynt sem ekki flakkar um tugi prósenta á milli ára. Til að getað eignast íbúð eða hús sem væri að fullu greidd áður en eftirlaunaaldri yrði náð.
Í fjölmiðlum er nú tilkynnt að stýra ASÍ og og stjóri SA samtaka ætli að biðja fyrir góðum byr og lágum vöxtum næstu fjögur árin. Alþingismenn hafa og sofnað á vaktinni, ekki tekist að koma á löggjöf sem kemur í veg fyrir sveiflur á vinnumarkaði.
Færeyingar komast á milli eyja gegnum jarðgöng og fjármagna á lágum evru vöxtum án þess að vera í ESB, en með gagnkvæmum samningum eins og mörg smáríki í Evrópu hafa gert.
![]() |
Viðreisn kynnir fjármögnun loforða sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Ræddi félagaskipti Gylfa Þórs í Fossvoginn
- Gaman á síðustu metrunum á ferlinum
- Grétar Guðjohnsen fær vonandi einhverjar mínútur
- Ágætt að fá meistarana í fyrsta leik
- Norskir blaðamenn undrandi á Íslandi
- Neydd til að læra spænsku
- Vil frekar spila hér en á Spáni
- VAR-dramatík í Lundúnum (myndskeið)
- Vantaði meiri töffaraskap
- Háspennuleikur var mér ofarlega í huga
Athugasemdir
Það er ekki til neitt sem heitir "lágir evruvextir". Einfaldlega vegna þess að skilmálar um vexti eru prentaðir á lánasamninga en ekki peningaseðla.
Svo eru t.d. húsnæðislánavextir í jaðarríkjum evrusvæðisins ekkert endilega hærri en á Íslandi, þvert á móti eru þeir víða hærri í þeim ríkjum.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2021 kl. 18:16
Sæll Guðmundur
Seinast þegar ég talaði siðast við ættingja í Noregi og Danmörku voru vextir af fyrstu íbúðarlánunum 2% +. Aftur á móti geta fyrirtækjavextir verið hærri. Laxeldismenn geta þurft að greiða 4-6% vexti hér en þau eru ekki fyrir alla. Það sem skiptir mestu máli fyrir heimilin hlýtur að vera lágir vextir og þurfa ekki að greiða himinn há dráttarvexti, nú 9% sé ekki nákvæmlega á gjalddaga.?
Sigurður Antonsson, 20.9.2021 kl. 09:57
Noregur notar ekki evru heldur krónu. Margumtalaðir 2% húsnæðislánavextir í Danmörku eru ekki raunverulegir, því það eru bara grunnvextir en svo leggja bankarnir álag ofan á þá.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.9.2021 kl. 13:40
Noregur er ekki með krónuflakkara og búa við mun hagstæðari vexti. Þar hafa þúsundir Íslendingar getað eignast húsnæði á viðráðanlegum kjörum, þegar það tókst ekki í verðbógunni á Íslandi. Þú getur kannski upplýst hvað vaxtaálag banka er í Danmörku?
Sigurður Antonsson, 20.9.2021 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.