Kusu með fótunum og fóru. Trúðu ekki á gilt loforð

Hátt í hundrað þúsund Íslendinga, flestir ungir og menntaðir hafa yfirgefið landið og leitað tækifæranna erlendis síðustu áratugi. Mikill blóðtaka, en hingað hafa komið útlendingar frá ólíkum löndum til að fylla í skarðið. Óvanir aðstæðum en hafa bjargað útflutnings atvinnuvegunum í manneklu.

Mikill hluti þessara einstaklinga fóru til búa við stöðugra verðlag og mynt sem ekki flakkar um tugi prósenta á milli ára. Til að getað eignast íbúð eða hús sem væri að fullu greidd áður en eftirlaunaaldri yrði náð.

Í fjölmiðlum er nú tilkynnt að stýra ASÍ og og stjóri SA samtaka ætli að biðja fyrir góðum byr og lágum vöxtum næstu fjögur árin. Alþingismenn hafa og sofnað á vaktinni, ekki tekist að koma á löggjöf sem kemur í veg fyrir sveiflur á vinnumarkaði. 

Færeyingar komast á milli eyja gegnum jarðgöng og fjármagna á lágum evru vöxtum án þess að vera í ESB, en með gagnkvæmum samningum eins og mörg smáríki í Evrópu hafa gert.


mbl.is Viðreisn kynnir fjármögnun loforða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki til neitt sem heitir "lágir evruvextir". Einfaldlega vegna þess að skilmálar um vexti eru prentaðir á lánasamninga en ekki peningaseðla.

Svo eru t.d. húsnæðislánavextir í jaðarríkjum evrusvæðisins ekkert endilega hærri en á Íslandi, þvert á móti eru þeir víða hærri í þeim ríkjum.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2021 kl. 18:16

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Guðmundur

Seinast þegar ég talaði siðast við ættingja í Noregi og Danmörku voru vextir af fyrstu íbúðarlánunum 2% +. Aftur á móti geta fyrirtækjavextir verið hærri. Laxeldismenn geta þurft að greiða 4-6% vexti hér en þau eru ekki fyrir alla. Það sem skiptir mestu máli fyrir heimilin hlýtur að vera lágir vextir og þurfa ekki að greiða himinn há dráttarvexti, nú 9% sé ekki nákvæmlega á gjalddaga.?

Sigurður Antonsson, 20.9.2021 kl. 09:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Noregur notar ekki evru heldur krónu. Margumtalaðir 2% húsnæðislánavextir í Danmörku eru ekki raunverulegir, því það eru bara grunnvextir en svo leggja bankarnir álag ofan á þá.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.9.2021 kl. 13:40

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Noregur er ekki með krónuflakkara og búa við mun hagstæðari vexti. Þar hafa þúsundir Íslendingar getað eignast húsnæði á viðráðanlegum kjörum, þegar það tókst ekki í verðbógunni á Íslandi. Þú getur kannski upplýst hvað vaxtaálag banka er í Danmörku?

Sigurður Antonsson, 20.9.2021 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband