Leifar fellibyls og stútfullur fimmtudags Moggi.

Leifar fellibyls og eldgos í Geldingadölum er ólíkindagos. Allur er varinn góður en snarpur vindur, flóð og þurrkar hluti af því að búa á eldfjallaeyju í Norður-Atlantshafi. Ferðamenn sem hingað koma taka þátt í þessum margbreytilegum aðstæðum en þeir þurfa góða leiðsögn þegar válynd veður eru í uppsiglingu.

Fimmtudagsblaðið er þéttfullt af fréttum um flóð í Skaftá, falsspámenn, ný kosningaloforð og gjafir frá hinu opinbera. Bóndinn á Ytri Ásum, Gísli er raunsær og dregur ekkert undan. Lýsingin hans á því þegar hestur festist í leirsteypu Skaftár er ótrúleg en sem betur fór voru gæsaskyttur til staðar og gerðu það sem knapinn náði ekki einn að gera.

Refur og hrafn eru fljótir að koma á vettvang ef skepnur festast eða eru ósjálfbjarga í hamförum elds og jökuls. Furðusögur af seiglu sauðkindar og brú sem hangir á einum stöpli er vel mynduð í frásögn blaðsins. Evrópumenn og eybúar eins og Bretar fá sinn skammt af flóðum og rigningarlægðum en aldrei hef ég séð í bresku sjónvarpi neitt líkt af ferðum sauðskindar í ógöngum.

Gísli nefnir sauðkindina búfénað og þar er hinn glöggi bóndi sannfærandi. Eybúar meta framlag sauðkindar mikils eins og sjá má í fréttum og frásögnum á Íslandi sem á Bretlandseyjum. Í viðtalinu vekur bóndinn athygli á minjum eftir Papa sem byggðu Skaftártungu áður en víkingar námu land.

Allt sem Skafá tekur með sér af jarðefnum úr jökli fyllir hraun og fletur land út þar sem áður voru klaustur ískra munka. Sveitin geymir ótrúlega mörg staðarnöfn sem komin eru frá Pöpum. Breytingar á landslagi eru með ólíkindum og bílferð sem tók í æsku yfir hraun klukkustundir er nú farin á stundarfjórðungi.

Á öðrum stað í blaðinu er getið um fyrirhugaða brúarsmíð yfir Stóru-Laxá, milljarða framkvæmd. Í Öræfasveit er verið að taka fjórar nýjar brýr í notkun og eflaust margir þakklátir þótt hvergi orðað.

Margt fleira mætti nefna eins og hófsama Hafnfirðinga að kanna vatnsveitu úr afgangsvatni úr Kaldárbotnum . Þá er fyrir kosningar hætt við 100% aukningu á gjaldi. Allt athyglisvert og fræðandi fréttir í blaðinu.

 

 


mbl.is Eldgosið „á fullu“ í alla nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband