Margar góðar greinar í föstudags Morgunblaðinu

Viðtöl við ungt fólk sem hefur tileinkað sér nýjan lífstíl, íþróttir og hreyfingu. Efni sem undirstrikar hvernig má fá aukið þrek til að mæta meðal annars óvæntum "veirufjanda" eða þegar fækkun vinnustunda blasir við. Nóg efni til aflestra á þrettándanum. Fer vel á því á stórstreymi og í byrjun Níuviknaföstu. Ekki að sjá að framundan sé neinn blaðadauði fyrir þá sem fylgjast með tíðarandanum.

Á opnu er áminning um einelti sem byrjar smátt og endar með skelfingu, voða sem virðist fylgja mannskepnunni. Við hvert fótmál getur verið kelda eða saklaust lón sem opnast þegar minnst varir. Helgi Pjéturss náttúrufræðingur kunni að lesa í landslag og skýra umbrot sem höfðu myndast á mörgum öldum. Hann var fagurkeri á málnotkun og ritaði vísindagreinar sem er sígildur lestur.  Sagan er ólygnust og gott að hafa hana í huga þegar menn ætla að taka fjöreggið, land hálendis, bænda og útilífsfólks sem hefur gert sér far um að skoða árlega töfra landslags og veðurbrigða. Land, himinn og haf sem boðað er að fari undir fámennis auðlindastjórn. 

Í blaðinu er komið inn á bankasöluna, atvinnu og fjármálastefnuna sem er óþrjótandi úrvinnslugrein hjá þjóð sem vill fara hratt yfir. Bankamál eru dæmi um viðfangsefni sem illa hefur tekist að höndla. Stjórnvöld og Alþingi hafa dregið að samrýma regluverk um fjármálastarfsemi því sem gerist á Norðurlöndum og Evrópu. Í eina tíð áttu togarar að leysa allan fjárhagsvanda þjóðar áður en tekist hafði að færa út landhelgina. Gjaldþrot eftir stríð og stríðsgróða minnir á hversu erfiðlega hefur tekist að búa til heildstæða löggjöf um banka. 

Kaupmaðurinn og alþingismaðurinn á staðnum var sá sem leysti málið farsællega. Allt frá byrjun tuttugustu aldar var stækkun á opnum vélbátum, samvinna sjómanna, sparisjóða og kaupmanns. Hundrað árum seinna þegar selja á lítinn hlut úr ríkisbanka tvístíga menn. Hlutur ríkisbankanna af fjármálamarkaði er talinn um 70% af veltu. Þeir hafa komist upp með að  vera í óbeinni samkeppni við viðskiptavini bankanna. Eru með stjórnarmenn í sjóðum sem eru í hótelrekstri, byggingu íbúða og fleiru.

Einn greinahöfundur föstudagsblaðsins, Vilhjálmur Bjarnason hefur komið inn á þessi mál. Í einum pistli hans í haust mátti lesa eftirfarandi: "Það fylgir trúnaðarsambandi banka og fyrirtækis að bankinn stendur með fyrirtækinu í gegnum erfileika, á grundvelli raunsærra áætlana um framtíðina." Ekki ósvipað og Landsbankinn reynir nú með því að afskrifa hundruðin milljóna og bjarga VHE vélsmiðju og byggingafélagi fyrir horn.


mbl.is „Þetta er ástæðulaus ótti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband