8.1.2021 | 19:50
Ekkert grímugrín. Vel meinandi ráðherrar
Mikill og góður árangur í veiruvörnum líkt og hjá fámennum nágrönum. Færeyingar, Grænlendingar og Ísland á toppnum. Samt sem áður vantar eitthvað eða erum við einungis síóánægð? Krafa er um enn meiri sóttkví og einangrun í farsóttarhúsi á sama tíma og takmörkunum er aflétt.
Andstæðurnar eru miklar. Ekki er langt síðan ráðherrar í ríkisstjórninni kröfðust þess að stjórnendur á Filippseyjum yrðu rannsakaðir vegna ofbeldisbrota að frumkvæði Mannréttindanefndar Sameiniðuþjóðanna. Eins og til að sanna að hér byggi friðelskandi þjóð sem væri í forystuhlutverki. Vakandi yfir mannréttindum í Asíu, rétt eins og í heimalandinu?
Vantar virkilega heimildir til að handtaka fólk og fara með það í yfirheyrslur að nóttu til eins og lesa má í endurteknum fréttum dagsins?
Hér hefur verið vani að handtaka fólk í skammdeginu og boðsenda ákærur eða niðurstöður á rannsóknum að kvöldi. Desember og dagarnir fyrir jól hafa verið sérlega vel nýttir í þessum efnum. Tryggvi Rúnar Leifsson var handtekinn á Þorláksmessu fyrir 45 árum. Ungur maður, settur saklaus í 600 daga einangrun og dæmdur til langra fangelsisvistar. Nærri 40 ár liðu þar til hann fékk leiðréttingu mála. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður ritaði athyglisverða grein um val á dómara í máli samfanga Tryggva í mars 2020 þar sem bótakröfu var hafnað. Fáránleikinn tvímálaður.
Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður var með grein í Morgunblaðinu 2010 sem hét "Vel meinandi mannfyrirlitning." Pistli hennar lauk þannig "Það ber að fagna því að í embætti umboðsmanns Alþingis sé hugsandi maður sem er ekki tilbúinn að ganga braut rétttrúnaðar þar sem einstaklingar eru hiklaust sviptir persónufrelsi vegna óljósra heildarhagsmuna.
Vafalaust finnst mörgum að innrás eins og sú sem gerð var í Tækniskólann hafi verið ósköp saklaus vegna þess að tilgangurinn hafi verið góður og þeir sem stóðu fyrir þessum gjörningi séu vel meinandi."
Við verðum að fara mjög varlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.