6.1.2021 | 07:06
Jarðföll á Seyðisfirði og í Noregi
Náttúran er óvægin og kemur alltaf á óvart. Umræðan í Noregi eftir jarðfallið í Noregi er víðtæk og almenn. Gæti gagnast Íslendingum ef þeir færu í svipaða naflaskoðun. Sakna að sjá ekki greinar frá jarðfræðingum sem gætu varpað ljósi á hvað skeður þegar skriður fara á stað.
Dr. Helgi Péturss náttúrufræðingur gat lesið í landslagið hvort sem var norður við Diskó eða á Rangárvöllum. Hann sá hvernig ísaldarjökullinn hafði farið um velli og hlíð og flatt út há fjöll. Helgi kom þessari þekkingu áleiðis með skrifum og greinum. Útvarpsstjóri Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um prentútgáfuna til almennings nokkrum árum eftir dauða hans.
Virðing Helga fyrir náttúrunni var undraverð og hann lagði sig í framkróka til að læra af innfæddum sem byggðu bæi sína á granít klöppum út á nesjum. Í Noregi fer fram ígrunduð umræða um hvað átti sér stað við Ask. Hvað var það í jarðveginum, efnasamsetningunni þarna sem losaði um leirinn eða olli skyndilegu jarðfalli um nótt.
Margar skriður falla hér árlega og hluti af húseigendum í fyrirtækjarekstri greiða milljarða í ofanflóðasjóði á hverju ári sem á að fara í varnarvinnu. Hvernig því fjármagni er varið er talsvert á huldu og ekki nægilega sýnilegt. Ánægjulegt að vita til þess að ríkisjóður geti styrkt vel við endurbótastarf. Nauðsynlegt er samt sem að íbúar komi meira að málum og geti betur ákveðið hvar þeir vilja búa. Þá eiga fyrirtæki á staðnum að geta séð hvað af ofanflóðapeningum er varið í héraði.
![]() |
Smit kom upp í Gjerdrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.