Harmagrátur við fótstall meistara Laxness

Lengi voru pólitískar skoðanir Halldórs Laxness kenndar við vinstrimenn, en nú hefur háskólaprófessor, Hannes Hólmsteinn varpað enn nýju ljósi á lífshlaup skáldsins og telur hann dæmigerðan kapítalista. Skáldið hafi verið nútíma "sumarhúsamaður" sem ekki taldi fram til skatts allar frístundatekjur. 

Vitnað er í dóm eftir stríðslok, 9 árum eftir að talið er að brotið hafi átt sér stað. Þegar allur stríðsgróðinn var uppurinn hafi skáldið og rithöfundurinn fengið álag fyrir að gefa ekki upp "stríðsgróða frá forlagi í Ameríku." 

Skrif þessi má rekja til þess að rithöfundurinn, fjölmiðlakonan og þjóðhagfræðingurinn Ólína Þorvarðardóttir hefur talið sig hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum sem rekja má til vonsku sjálfstæðismanna. Hún heldur því fram í verðandi "jólametsölubók" sinni að hún hafi verið þjáningabróður Laxness. Höfð "bundin" eins hver annar utangarðsmaður meðan elítan messaði. Til viðbótar er dreginn fram á svið annar þjóðhagfræðingur, flokksfélagi Gylfason, sem hafi ekki fengið ritstjórastöðu við vinstri útgáfu hagspekitímarits á Norðurlöndum vegna afstöðu ráðherra. Augljóst er að ýmislegt má týna til að fá salt í grautinn eins og að fara í mál við ráðamenn þjóðgarðs, þótt afraksturinn fari að stærstum hluta til að borga lögmönnum.

Geta má um annan jafnaðarmann og þjóðhagfræðinginn Gylfa Þ. Gíslason sem var mikill vinnuþjarkur, sat sem menntamálaráðherra lengst allra í 15 ár og stóð aldrei verkefnalaus. Gat unnið með sjálfstæðismönnum og bar sig aldrei illa. Þegar hann var nefndur Gylfi Kvíga í eldhúsumræðum, hló allur þingheimur og hálf þjóðin sem hafði ekki fengið betra skemmtiefni og ekkert var sjónvarpið. Í stað þess að barma sér og kveinka samdi hann lög sem urðu vinsæl eða lagði drög að frjálsum viðskiptum milli landa.

Þess má geta að Bjarni Benediktsson, núverandi fjármálaráðherra var ekki sínkur á fé þegar hann veitti 30 ríkismilljónir til aukins skattaeftirlits. Í framhaldi og þremur árum síðar sýknaði Landsréttur yfir 100 málsaðila sem höfðu verið dæmdir og rannsakaðir stíft í mörg ár. Augljóst var skattmann hafði farið offari í að leita að sökudólgum miðað við meðalhóf Evrópuréttar. Nú vantar meiri peninga til að sleikja sárin og lítið farið fyrir gagnrýni á aðgerðir ráðherra.

Hannes H. Gissurarson, sá sem ötulastur fræðimanna í gegnum langa starfstíð sína hefur alltaf stutt við bakið á sjálfstætt starfandi kapítalistum. Hann skýrir á sannfærandi hátt i föstudagsgrein í Morgunblaðinu að skáldið hafi verið tvískattaður, ólíkt forréttindafélaginu SÍS sem starfaði í Ameríku. Sjálfstæðismenn hafi hvergi reynt að tefja útkomu bóka Laxness í Ameríku eða að seinka sölu á raunasögu Laxness um Bjart í Sumarhúsum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband