Gráta ekki þótt lokað sé á fyrirtæki og atvinnu

Þrír, fjórir þingmenn, allir úr Sjálfstæðisflokki gera athugasemdir um hertar aðgerðir á landamærum vegna sóttvarna. Sigríður Andersen þingmaður bendir á að engar umræður hafa farið fram á Alþingi um sóttvarnaraðgerðir frá því í Mars. Ríkisstjórnin hefur sett allt sitt traust á embættismenn og fylgja ráðleggingum þeirra í öllu eins og í ráðstjórnarríki.

Á sama tíma hefur í fjölmiðlum verið uppi ómálefnaleg gagnrýni á hæfileikakonur í ráðherraliði flokksins. Skapandi og úrlausnagóðir ráðherrar sem hafa frumkvæði og fela sig ekki á bak við embættismenn eða sérfræðinga. Ekki vantar ákafa vinstrimenn og blokkara til að veitast að sjálfstæðum fyrirtækjum og kjörnum fulltrúum sem ekki hafa sömu pólitískar skoðanir, eins og þeir einir sé umhugað um öryggi íbúa.

Ferðaþjónusta hefur staðið undir allt að fjórðungi gjaldeyristekna og skapar atvinnu fyrir tugþúsundir starfsmanna. Lokun landamæra kemur harðast niður á þessu fólki og síðar meir hlýtur að koma að tekjuskerðingu hjá opinberum starfsmönnum og stofnunum. Fólk í ferðaiðnaði hefur ekki haldið uppi kröfum um auknar atvinnuleysisbætur eða greiðslu launa í sóttkví enda nóg að kljást við óvissuna í þessum hamförum.

Aðeins fá smit hefur mátt rekja til ferðamanna enda fara þeir flestir í náttúruskoðun og eru oftast fjarri fjölmenni eða hópdrykkju. Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt áherslu á það beri að forðast hópmyndanir en ekki gert tilögur um grímuskyldu í nálægð? Þá bentir allt til að veiran sé ekki eins skæð og í upphafi faraldurs.

Athyglisvert er að bera saman eyjar á Spáni, Kanarí sem eru með álíka íbúatölu eða fleiri, en með tiltölulega fleiri erlenda ferðamenn á háannatíma sumars. Þar eru nálægðarmörk haldin (1.5-2m) og grímunotkun í fjölmenni undantekningalaus. Hitamælingar á mörgum stöðum og sprittnotkun alstaðar í boði.

Fjármálaráðuneytið og háskólaprófessor áætla að tekjutapið vegna herta aðgerða verði um 20 milljarða fram að áramótum vegna nýrra aðgerða, en í fyrra voru þessar gjaldeyristekjur mörg hundruð milljarða. Það er því mikið í húfi að hertar aðgerðir séu endurskoðaðar og liðstyrk heilbrigðisyfirvalda beint þangað þar sem varnir eru veikastar. Eins og er eru þær ekki nógu vel rökstuddar og eiga eftir að koma niður á mörgum atvinnugreinum með auknu atvinnuleysi.

 

 

 


mbl.is Telur of hart gengið fram án rökstuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband