7.8.2020 | 06:50
Vandlifað í síbreytilegum heimi. Kóvitið ekki í askana látið
Bretar upplifa eitt heitasta sumar í tugi ára á meðan við skjálfum í vestan lægðum og kulda frá Norðurpólnum. Dag eftir dag yfir 30 gráða hiti í einum heitasta ágústmánuði í London. Í Reykjavík er ríkið að byggja skrifstofuhúsnæði fyrir sína starfsmenn, hátt í 30000 fermetra. Á sama tíma og Boris fyrrverandi borgarstjóri fyllir öll sjúkrahús af andlistgrímum.
Einn kallar það mistök sem aðrir halda sé rökrétt á Kóvittímum. Í pólitík er allt tínt til og notað, betra að láta frjálsa framtakið um mistökin finnst mörgum. Þá er öllum brögðum beitt til að ákæra og koma einstaklingum fyrir rétt. Nýr dómstóll hefur ekki undan að vísa málum rannsóknarvaldsins frá og ef það gengur ekki eftir er málum vísað til Hæstaréttar og Evrópudómstólsins sem margir íslenskir lögfræðinga hafa tekið ástfóstri við en aðrir vilja út í hafsauga.
Verktakar í Reykjavík eru að drukkna í verkefnum fyrir hið opinbera og boðað er til áframhaldandi framtaks ríkisins á samdráttartímum sem fylgja faraldrinum. Í raun veit engin hvenær tök nást á veirunni eða öruggt bóluefni verður til.
Það sem gerir lífið spennandi er óvissan sem bíður við hvers manns dyr, oftast rætist úr erfiðum málum og allt heldur áfram sinn vana gang.
Keyptu 50 milljónir ónothæfra gríma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.