Dómsmálaráðherra ákallar Stóra bróður?

Þegar kemur að því að aflétta hömlum á komu erlenda ferðamanna til landsins virðist ráðherra ekki jafn frjálslyndur og hann er á sölu áfengis í smásölu. Í landi þar sem smit eru lítill og ferðamenn dreifast mest um landið og óbyggðir mætti ætla að yfirvöld væru jákvæð á að opna strax landið til ríkja sem eru með tiltölulega fá smit.

Ráðherrann sem var í viðtali á Bylgjunni, talaði um að Ísland væri "best í heimi og með forystu", en boðar að erlendir ferðamenn fari í skimun og einangrun á hótelum.

Smitgreining eins og framkvæmd á Landspítala er kostnaðarsöm og sama gildir um  einangrun. Ólíklegt væri að erlendir ferðamenn myndu leggja út í þá óvissuferð. Ráðherra virðist vanta frumkvæði ef hann hefur forystuvald í að opna landið eins viðtalið benti til.

Farsælast væri að leyfa ferðamannaflug í byrjun til Norðurlanda, Póllands og Þýskalands eða landa þar sem smit eru í lágmarki. Þessi lönd eru og með góðan húsakost og mikið hreinlæti sem eru varnir gegn veiru. Ef Tenerífeeyjan er ekki bundin í báða skó með ákvarðanir frá Madrid er tilvalið að hefja flug til Kanaríeyja, semja sérstaklega við yfirvöld á eyjunum? Lýsing Svala á ástandi fátækra á eldfjallaeyjunni ætti að vera okkur viðvörun og nauðsyn þess að aflétta hömlum.

 


mbl.is „Bara sorglegt að horfa á þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ferðahömlum verður eflaust aflétt fyrr en síðar.  Góð hugmynd að byrja á löndum sem eru á svipuðu "smitstigi" og við.
En það hefur líka komið fram hjá þeim sem þekkja til og hafa tjáð sig, að stærsti vandinn þarna suðurfrá er svört vinna í ferðaþjónustunni sem veitir viðkomandi engan bótarétt í atvinnuleysi eða sjúkratryggingar.  Annað líka, að íslenskir lífeyrisþegar, sem búa hluta af árinu þar,lifa á eftirlaunum frá Íslandi og greiða sína skatta hérlendis.  Þeir leggja lítið af mörkum annað en neysluna.

Kolbrún Hilmars, 24.5.2020 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband