24.5.2020 | 10:01
Dómsmálaráðherra ákallar Stóra bróður?
Þegar kemur að því að aflétta hömlum á komu erlenda ferðamanna til landsins virðist ráðherra ekki jafn frjálslyndur og hann er á sölu áfengis í smásölu. Í landi þar sem smit eru lítill og ferðamenn dreifast mest um landið og óbyggðir mætti ætla að yfirvöld væru jákvæð á að opna strax landið til ríkja sem eru með tiltölulega fá smit.
Ráðherrann sem var í viðtali á Bylgjunni, talaði um að Ísland væri "best í heimi og með forystu", en boðar að erlendir ferðamenn fari í skimun og einangrun á hótelum.
Smitgreining eins og framkvæmd á Landspítala er kostnaðarsöm og sama gildir um einangrun. Ólíklegt væri að erlendir ferðamenn myndu leggja út í þá óvissuferð. Ráðherra virðist vanta frumkvæði ef hann hefur forystuvald í að opna landið eins viðtalið benti til.
Farsælast væri að leyfa ferðamannaflug í byrjun til Norðurlanda, Póllands og Þýskalands eða landa þar sem smit eru í lágmarki. Þessi lönd eru og með góðan húsakost og mikið hreinlæti sem eru varnir gegn veiru. Ef Tenerífeeyjan er ekki bundin í báða skó með ákvarðanir frá Madrid er tilvalið að hefja flug til Kanaríeyja, semja sérstaklega við yfirvöld á eyjunum? Lýsing Svala á ástandi fátækra á eldfjallaeyjunni ætti að vera okkur viðvörun og nauðsyn þess að aflétta hömlum.
![]() |
Bara sorglegt að horfa á þetta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Athugasemdir
Ferðahömlum verður eflaust aflétt fyrr en síðar. Góð hugmynd að byrja á löndum sem eru á svipuðu "smitstigi" og við.
En það hefur líka komið fram hjá þeim sem þekkja til og hafa tjáð sig, að stærsti vandinn þarna suðurfrá er svört vinna í ferðaþjónustunni sem veitir viðkomandi engan bótarétt í atvinnuleysi eða sjúkratryggingar. Annað líka, að íslenskir lífeyrisþegar, sem búa hluta af árinu þar,lifa á eftirlaunum frá Íslandi og greiða sína skatta hérlendis. Þeir leggja lítið af mörkum annað en neysluna.
Kolbrún Hilmars, 24.5.2020 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.