21.5.2020 | 09:44
Lúxus vandamál ríku þjóðana og áhyggjur Grétu
Sorphirða og endurvinnsla er stærra vandamál en áhrif Kórónuveirunnar. Í menguðum stórborgum hefur dauðsföllum fækkað vegna minnkandi iðnaðarframleiðslu. Ríku þjóðirnar hafa flutt sín sorphirðuvandamál til fátækra þjóða eða eins og Mosfellsbær, vilja þau fjær sér.
Rúmenía og Búlgaría eru að fyllast af sorpi sem var flutt frá Vestur-Evrópu og átti að fara í endurvinnslu, en hleðst upp við þjóðvegi og fyllir landbúnaðarlönd. Vandinn hleðst upp og gerir þjóðlöndin enn fátækari, "þriðja flokks ríki?" Bellahöj kirkjan í Kaupmannahöfn skreyti altari guðshússins með rósum og túlípönum sem komu í flugi frá Kenýa. Íslensk offramleiðsla af kindakjöti var flutt með flugi til Kína. Stærstur hluti neytts grænmetis á Íslandi er fluttur með skipum heimsálfa á milli.
Listinn er langur og alltaf kemur fram í fréttum eitthvað nýtt. Ófreknótta Gréta hin sænska er tiltölulega hógvær í túlkun sinn á umhverfis og offjölgunarvandanum. Kjarkmikill og ákveðinn unglingur þótt hún kunni að blanda hnattlægri jarðfræðilegri hlýnum saman við manngerða.
Kórónuveiran hefur slegist í för með Grétu þegar hún ákallar ríku þjóðirnar í nafni ungu kynslóðarinnar. Síðast þegar ég sá hana í sjónvarpi var hún í stígvélum meðal unglinga í Bretlandi. Nú þegar Bretar baða sig í sólskini heyrist fátt af ferðalögum hennar. Eflaust að sinna skólaskyldu í heimalandinu þegar hægir á allri starfsemi iðnvæddu ríkjanna.
Lýsa óánægju með bílhræ og rusl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.