9.4.2020 | 11:11
"Hagkerfið.. að hálfu lokað og hálfu opið.. um nokkra hríð" Ráðherra spáir í spilin.
Mikið af skilaboðum og hálfkveðnum fullyrðingum. "Munum ekki sjá fram á að fá erlenda ferðamenn um nokkra hríð... efla menntun, vísindastarf og nýsköpun...opinber söfn búi sig undir mikla og góða aðsókn." Ráðherra er meir og minna að svara spurningum sem stendur öðrum ráðherrum nær nú þegar Danir og Austurríkismenn eru að létta af bönnum og boðum.
Ísland er er með ríkjum eins og Singapore, Nýja Sjálandi og Hong Kong sem eru með lægstu dánartölu þeirra sem hafa smitast af veirunni. Í reynd ætti takmörkunum að létta hér fyrr en hjá mörgum öðrum. Hér eru engin nýleg smit? Er þá rétt að vera með misvísandi spár er varða störf tugþúsunda?
Fyrirsögnin er : Bólusetning er forsenda opnunnar, en síðar kemur fram í viðtalinu að bóluefni verði ekki til fyrr en eftir ár. Eins og í mörgum fyrri vitölum við hin geðþekka ráðherra vakna fleiri spurningar en svör.
Bólusetning er forsenda opnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Eftir ótrúlega skamman tíma munu menna allt í einu hafa fundið "bóluefni" sem dugar. Öllum allsstaðar verður gert að láta bólusetja sig. Enginn sem ekki er bólusettur fær að ferðast og aðrar takmarkanir verða lagðar á þá sem taka ekki við bóluefninu. Þetta eru þau fyrirmæli sem stjórnvöldum hefur verið fyrirskipað af fara eftir af þeim sem öllu ráða bak við tjöldin. Bill Gates hefur þegar opinberað það svo ekki verði um villst.
Tómas Ibsen Halldórsson, 9.4.2020 kl. 13:42
Sæll Sigurður,
Já, það er margt til í þessu hjá þér Sigurður, nú og meir að segja hann Tómas karlinn hérna hefur eitthvað til síns máls. Nú og auðvita vill Bill Gates karlinn fá eitthvað eftir að hafa keypt einkaleyfið (e. patent) og komið þessum "Event 201" æfingum af stað og hvað eina í samstarfi við hann George Soros og dr. Antony Fauci.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 9.4.2020 kl. 16:09
Sælir félagar
Hef trú á að stjórnvöld taki í taumana enda eru þeir kosnir til að taka ákvarðanir. Embættismenn og læknar reyna að fylgja reglum og vísindum, en þeir geta gert mistök. Stjórnmálamenn verða að meta hvenær á að létta á hömlum, líkt og ráðherra Mette Frederiksen í Danmörku. Mikið er í húfi fyrir efnahaginn og þá sem eiga að fjármagna sjúkrahliðina sem er óskyld verkefni. Margra mánaðar stöðvun á hjóli atvinnurekstrar getur einnig lamað mótvægisaðgerðir.
Tel að ráðherra okkar vilji feta meðalveginn. Kynnist föður Lilju í Einkaleyfisölu ríkisins þegar ég var að kaupa einn minn fyrsta bíl. Ljúfur og svanviskusamur sölumaður sem vildi drífa áfram viðskiptin. Þá fékk ég að halda á smíðahamri með afa hennar sem strákur. Fínir karlar, en voru á stundum of duglegir.
Sigurður Antonsson, 9.4.2020 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.