29.3.2020 | 11:11
Tvær stefnur, einn stjóri. Mikill árangur
Afeitrunarstöðin Vogur hefur náð góðum árangri með afneitunarboðskap, hópstarfi fíkla sem byggist á boðskap AA samtakanna. Einkunnarorðið er: að enginn getur hætt að drekka ( neita vímuefna) nema hann vilji það sjálfur.
Sjálfseignarstofnun með ríkisstyrk reynir að gæta þess að sem flestir fíklar fái stuðning stöðvarinnar. Lofsvert er hve vel hefur gengið að breyta viðhorfum til áfengis og vímuefna frá því sem áður var. Áður voru einar þrjár eða fleiri ríkisstofnanir að reyna að "lækna" fíkla með misjöfnum árangri.
Stórhugur SÁÁ manna að veita öllum vímuefnafíklum hjálp hefur ef til vill verið of stórt skref fyrir sálfræðinga og lækna sem eru vanir ríkisreknu launakerfi? Hér takast á tvær ólíkar stefnur.
Háskóli Platons var að formi til trúarlegur söfnuður sem átti rætur sínar að rekja til Kýnika sem lögðu áherslu á einfalt líf og afneitun lystisemda, ávöxt af eigin vinnu og hófsemi.
Stefna AA er ekki óskyld og hefur náð til milljóna manna. Eftirmeðferð og varanlegur árangur næst oftast með samhjálp og fundarsókn innan AA samtakana.
Það er ekkert nýtt að ríkisrekin heilbrigðisþjónusta rekist á ólík sjónarmið um hvernig eigi að veita þjónustu og hver eigi að greiða. Að áhugamannafélag og ríkisrekin starfsemi hafi náð að skila jafn góðum árangri og SÁÁ hefur gert í áratugi er nánast einsdæmi.
Aldrei orðið vitni að þvílíkri framkomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.