Stórir ríkisbankar og óhaghvæmir. Launafólk borgar brúsann í háum vöxtum

Ríkisstofnanir eru venjulega seinar að bregðast við. Mikið af reglugerðum og boðum frá Seðlabanka og ríkisvaldinu eru þau rök sem bankar segja að valdi. Fyrir mörgum árum var bent á að háir skattar á ríkisbanka bitnaði á launafólki og fyrirtækjum. Nú er markmiðið að lækka þá á næstu árum. Lífeyrissjóðirnir eru orðnir helstu fjárfestar, fyrirtæki og einstaklingar halda að sér höndum. 

Ríkisbankarnir eru yfirmannaðir og mest í kreditkortaþjónustu. Arionbanki sagði upp nær hundrað manns, en ríkisbankarnir eru að fjárfesta í stóru mannfreku húsnæði, þegar lán færast yfir í skuldabréf og aðrar fjármögnunarleiðir á marga þjónustuaðila.

Í viðskiptablöðum og á viðskiptaþingi í vikunni kom greinilega fram að ný viðhorf blasa við í fjárfestingum í "dýrasta landi heims." Seðlabankinn er að koma úr álögum og frá göldróttum tilskipunum, en eitt það fyrsta sem heyrist frá nýrri bankastjórn er að stækka eigin húsnæði.

Þegar ég spurði seðlabankastjóra minn af hverju þeir keyptu ekki áskrift af greiningum hjá Seðlabanka í Danmörk eða Evrópulandi var svarið: "Þeir vilja ekki sjá okkur." Ef hér væri króna tengd evru eins og hjá Færeyingum væri málið leyst að mestu með innlendum aga í fjármálum. Vextir myndu lækka snarlega og börn okkar síður setjast að erlendis til langframa.

Í eina tíð hefði það þótt frétt að Færeyingar færu fram úr okkur í landsframleiðslu og lánshæfismati. Smáríki geta staðið sig ef látið er af stórveldisdraumum í fjármálum.

 

 


mbl.is Reiknar með vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband