"Síðust forvöð að taka flugið til Íslands"

Andri (Snær) Magnason rithöfundur fór mikinn í 5 mínútna Travel þætti BBC í kvöld. Bjó til fallega sögu um jöklaást ömmu sinnar og endaði viðtalið á steinahrúgu Oks. Á jöklinum sem hefur verið að hverfa síðastliðin 60 ár og er ekki alveg horfinn. Andlátið var fagurlega innsiglað og rammað í áróður vinstri manna sem vilja kolefnisjafna og skattleggja.

Niðurstaða þáttagerðamanns var að nú væru seinustu forvöð að sjá síðustu jökla Evrópu hverfa. Taka næstu flugferð til Íslands. Ekki vantar auglýsingakraftinn í okkar ágætu sviðsmenn. Kannski ekki vanþörf á efir að Eyjafjallajökull "kulnaði." Betra væri að bjóða Grétu Thunberg á víkingaskipi til Íslands, báðar leiðir?

Lína Langsokk var á sínum tíma ágætis barnahrellir og "sænsk freknótt frekja" sem ekki allir foreldrar voru sáttir við. Svíar eru þekktir fyrir að vekja á sér athygli og þarf ekki listamenn til. Oft leiða þeir mann inn í völundarhús, einskonar IKEA ganga, um heima og geima sem ekki var ætlunin að heimsækja.

Greta Thunberg er skemmtin og setur upp viðeigandi svip þegar hún telur sér og sínum málstað ógnað. Blöð og netveitur keppast við að hafa hana í umtali og þaðan koma að sjálfsögðu allskonar sjónarmið. 


mbl.is Segja Gretu Thunberg „truflaðan Messías“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband