19.1.2019 | 13:12
Lýðræðið í hættu. Hver er staðan hér?
Miðlar eru sólahringinn út að senda út falsfréttir. Hér áður fyrr höfðum við bara RÚV og gagnrýndum oft. Í dag er hver eigandi síma og tölvu að senda út misjöfn skilaboð á stóra netið. Oft lygi og tilbúning sem þjónar misjöfnum tilgangi. Hér eru margir að verjast valdastofnunum ríkisins sem senda út misjafnlega áreiðanlegar staðhæfingar. Margt algjör þvæla til að skapa ógn og styrkja sína stöðu sinna stofnanna innan ríkisins. Það þarf ekki að fara til Rússlands.
Alþjóðlegar stofnanir sem eiga að gæta að rétti borgarana hafa gagnrýnt íslenska ríkið fyrir að reka stofnanir sem enga ábyrgð bera á valdsviði sínu. Samanber Stasi rannsóknir Seðlabanka, Sakadómur Reykjavíkur með Geirfinnsmálið og ótal fleiri stofnanir með mál sem hafa dagað uppi hjá dómsstólum og verið úthýst.
"Falsfréttir óvinir fólksins" segir Trump. Eitt athyglisverðasta í hans baráttu er bardaginn við þá sem segja eitt og gera annað. Valdastofnanir sem útbreiða svarta og hvíta lygi. Sjálfstæða fjölmiðla.
Trump ánægður og fer mikinn á Twitter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Það er í raun ólíðandi að geta hvorki lengur trúað ríkisfjölmiðli eða Alþingismönnum fullkomlega. Rúv býður ekki upp á efni sem almennimgur á rétt á að fá að vita,t.d.um fyrirhugaðar innleiðingar EES sem breyta lífsafkomu þeirra um ókomna tíð.
Aldrei bjóða þeir uppá rökræður andstæðra skoðana í þeim mikilvægu málum,sem ættu að vara í að minnsta kosti 1,klt.
Þar gætu menn sínt svart á hvítu hve stjórnvöld fela staðreyndir eins og í orkumálum,en mál manna er að þar fremji þau (stjórnvöld) Stjórnarskrábrot og eiga auðvelt með að rökstyðja það,samþykki þau þennan svokallaðan 3.orkupakka.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2019 kl. 00:42
Þakka þér innlitið Helga
Í dag sjáum við betur á netinu hvernig mál eru vaxin og þróast. Það kemur og fram í fleiri flokkum. Trúi því varla að Íslandsbanki verður seldur án þess að ný löggjöf um að aðskilja bankastarfsemina eftir áhættusækni verði lögleidd. Sparibankar sem lána með lítilli áhættu og góðum veðum ættu að getað boðið sambærilega vexti og í nágranalöndum. Meðan við höfum ekki dollar eða evru eins og tugi smáríkja erum við ennþá verr sett fyrir eignaraðild áhættufjárfesta. Hélt sporin myndu hræða.
Sigurður Antonsson, 20.1.2019 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.