Sagan endalausa. Mál 214

Með reglulegu millibili er greint frá nýrri rannsókn í máli 214. Mál sem engan enda virðist taka. Ættingjar sakborninga fagna og þeir síðustu koma út úr skápnum. Þeir sem enn lifa af sakborningunum láta sér fátt um finnast. Hafa upplifað of mörg vonbrigði? Nýjar kynslóðir munu leita eftir meiri upplýsingum og ekki er ósennilegt að safn verði til. Það eitt hve málið dregst á langinn sýnir hve málið er erfitt fyrir lögfræðistéttina og dómskerfið.

Í Austur Evrópu eru til "Terror"-söfn í Búdapest og Póllandi sem sýna hvernig framapotarar í öryggislögreglunni misnotuðu aðstöðu sína og tóku að "framkalla" játningar. Átakanlegt er að ganga í gegnum svona söfn. Hver sem eyðir hluta úr dagstund í að skoða hryllinginn verður aldrei sá sami. Mannvonskan yfirþyrmandi, sem hafði þann aðal tilgang að halda fólki í ótta og festa ólöglega valdhafa í sessi. 

Hér urðu margir einstaklingar og fjölskyldur fyrir miklum þjáningum sem afleiðing af einangrun og þvinguðum játningum á hendur ungmennunum í Guðmundar og Geirfinnsmálinu. Skipaðir lögmenn sakborninga voru niðurlægðir og haldið utan við sönnunargögn. Engin ástæða er að draga úr því. Enginn var tekin af lífi eins og átti sér stað um alla Austur-Evrópu á dögum kommúnista.

Translate this page

"Þann 14. september s.l. var opnuð sýning Jack Latham - Mál 214 í Grófarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Sýningin fjallar um eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálið."
 
Þvingaðir glæpir - Mál 214 . Grein SA úr DV frá 1997.

mbl.is Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband