Björgunarmenn Íslands og tveir bókahöfundar

Björgunarmenn eru óumdeildir, alltaf til staðar. Hver skyldi vera mesti sjálfstæðismaður ársins? Minnisstæðasti bókarhöfundurinn? Maður ársins? Sá er steig fram og sagði eða gerði eitthvað sem skiptir máli. Sýndi kjark og sjálfstæði. Trúði á lýðræðið og efldi það. Sem betur fer eru menn ekki alltaf sammála. Að hafa skoðun og halda henni á lofti er aldrei auðvelt. Menn velja aðferðir sem eru nærtækastar til að upplýsa og koma á framfæri. Tvær bækur vöktu sérstaklega athygli mína fyrir jól. Bókin Fyrstu forsetanir gefin út af Sögufélagi, eftir núverandi forseta og Með lognið í fangið eftir fyrrverandi hæstaréttardómara.  Almenna bókafélagið gefur út bók Jóns Steinars; Með lognið í fangið. Jón nýtir sjálfstæðan bókamarkað til að tjá sig um æsta dómstól þjóðarinnar. Leggja til umbætur og breytingar. Báðir eru að skrifa um þýðingamestu embætti lýðveldisins. Bækurnar komu út með árs millibili og eiga báðar væntanlega eftir að hafa áhrif.  Fyrstu Forsetarnir eftir Guðna Th. Jóhannesson forseta hefur verið lítt áberandi á bókasöfnum eða hjá bóksölum. Kom út skömmu eftir forsetakjörið og hvarf í jólabókaflóðinu 2016. Skemmtileg og lifandi bók öllum þeim sem vilja upplýsast og sjá innviði. Bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara var áberandi innan um jólabækur, en það er eins og fræðibækur hafi annan tíma. Stuttur samanburður á bókunum segir ekki mikið, en getur gefið innskot inn í mismunandi aðstæður.  

Í forsetabókinni gegnt efnisyfirliti er getið um ekki færri en sjö aðstoðarmenn. Í bók Jóns Steinars Með lognið í fangið er nafn á einum aðstoðarmanni. Gunnlaugi SE Briem sem er höfundur listilegs umbrots og myndefnis. Skopmyndir sem draga fram dáta og enn meiri athygli á vinnubrögðum æsta dómsstól þjóðarinnar. Teiknimyndir Gunnlaugs skoðar lesandi aftur og aftur. Myndirnar minna á myndefni Economist sem höfundur hefur unnið fyrir. Hér er farið meistarahöndum um allt myndefni og leturgerð. Myndir í bókinni loga af háði og tvíræni sem einkennir góðar listir. Slíkur höfundur væri stolt allra háskóla er láta sig varða grafíska hönnun.

 

Eftirmáli, tilvísanir og heimildaskrá er um þriðjungur af bók forsetans, um 100 síður. Tilvísanir í bók hæstaréttardómarans fyrrverandi eru á viðkomandi bókarsíðu lesmáls. Aðgengilegar strax, þegar lesandi telur þeirra þörf. Viðauki með skýringum 20 síður. 

Fleyg ummæli Sveins R. Eyjólfssonar blaðaútgefanda; "Menn hafa ekki þorað að tjá hug sinn af ótta við að blóðhundunum yrði sigað á þá, eins og dæmin sanna. Ég neita að taka þátt í þess háttar þöggun."

SA helgarbloggari

 


mbl.is Leit hætt í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband