22.12.2017 | 19:08
"Afglöp Hæstaréttar" og fræðirit Jóns Steinars
Tvær kiljubækur í flokki upplýsingarita eru tiltölulega nýkomnar út. Önnur prentuð á hvítan 100 gr. "Munken Pure" pappír en hin á endurunninn umhverfisvænan í anda frægs Parísarsamkomulags. Með lognið í fangið eftir Jón Steinar Guðlaugsson lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Hin bókin er Fyrstu forsetarnir eftir Guðna Th. Jóhannesson forseta.
Bók Jóns er fagurlega myndskreytt af ýmsum listamönnum. Bókakápa í sterkum litum átaka og umbrota en forsetabókin birtist í sjaldgæfum grænum lit hafsins. Ekki fjarlægum bláum lit konunga, heldur grænhvítur farvi, tákn um grósku og nýjabrum?
Leturgerð á bókakápu Jóns Steinars er með sígildri ný steinskrift. Læsilegir upphafs og lágstafir, hvítir á svörtum grunni, táknrænt letur fyrir álfabrennu og átök. Smærra letur "um afglöp Hæstaréttar" í eldhafi. Bókakápan sem höfðar til yngri og eldri lesenda vekur athygli fyrir skýra framsetningu.
Leturgerð á kápu bókar forsetans er rómverskt fagurletur en hvítir stafirnir á grænum frostfreðnum graslit stinga í augun. Táknmynd Sögufélagsins saltfiskurinn óskýr og eins vekur upp spurningar hversvegna bókin er í ritröð smárita Sögufélagsins. Óspennandi bókakápa gæti útskýrt látlaust umbrot fræðibóka. Bóka sem eru unnar fyrir almannafé og þurfa ekki að keppa um athygli á bókamarkaði eða vera kostaðar af höfundi.
Báðar bækurnar eru skemmtilegar til aflestrar og fræðandi. Hver með sínum stílbrigðum og áherslum. Annar höfundurinn nýsestur í forsetastól en hinn nýkominn í land eftir holskeflu hrunmála. Hispursleysi og þörf höfunda fyrir að fræða og upplýsa er sameiginlegt með báðum bókunum.
Fleyg ummæli Guðbjörns Guðbjörnsson söngvara og tollvarðar: "Sennilega hafa þessir fjölmiðlar ekki þorað því, vegna stjórnmála og fjárhagslegra tengsla. Þeir sem þora að segja sannleikann hér á landi er yfirleitt refsað. Það er því gott að vera kominn á þann aldur að geta sagt sannleikann umbúðalaust."
Meira síðar ef almættið lofar. SA. helgarbloggari
![]() |
Lágkúruleg umræða á lokuðum fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.