Sigkatlar og hreyfingar á jöklum. Allur varinn góður

"Hekla tilbúin af stað. Sigkatlar í Mýrdalsjökli, Bárðarbungu og Öræfajökli ... " Tíðar fréttir af breytingum í eldfjöllum eru orðnar daglegt brauð. Vísindamenn fljúga út og suður að kanna allt sem ný mælitæki nema. "Veðurstofan á sólahrings skjálftavakt...?" Eldfjöll eru stórkostleg náttúrusmíð og gos geta verið hættuleg mönnum og búskap.

Eitt sinn var ég í blindbyl að koma ofan af Öræfajökli. Á aðra hönd var Kotárjökull á mikilli ferð. Þegar áð var í skjóli við kletta heyrðust ægilegar drunur og skruðningar. Langt fyrir neðan mátti sjá skriðjökullinn sverfa kletta. Mikill upplifun. Allt gekk eftir áætlun og eyðibýlið Sandfell birtist að lokum. Veglegt reynitré í túnjaðrinum undirstrikaði miklar breytingar á búsetu.

Gosið á Fimmvörðuhálsi 2010 er eftirminnilegast. Þar var almenningi leyft að koma nálægt gosstöðvunum og allt gekk vel. Allir sameinuðust í að gera ferð á hálsinn eftirminnilega. Þökk sé öllum sleðamönnum, sýslumönnum og björgunarsveitum sem stóðu vaktina ef á þurfti að halda.

 

 

 


mbl.is Veruleg óvissa um framhald atburðarásar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband