Vestræn tíska í ásökunum gengur yfir

Í Bandaríkjunum virðist sem það sé faraldur í "heimsblöðum" að ásaka menn um kynferðislegt ofbeldi. Mörgum áratugum eftir að áreitnin mun hafa átt sér stað. Aðstoðarritsstjóri Time Ólafur J. Ólafsson virðist engin eftirbátur í slíkri smíð.

Biskup Íslands vill augljóslega hafa allan varann á og áminnir sína menn út og suður. Sendir í leyfi og lætur "rannsaka". Þá hlýtur að vera mikilvægt að eiga lögmenn og dómara sem standa undir nafni. Menn sem geta borið hönd fyrir höfuð þeirra einstaklinga sem ásakaðir eru.

Fornleifur, pistlahöfundur á Morgunblaðsblogginu tekur upp hanskann fyrir kaþólska trú, en hver á að verja hina íslensku lútersku ríkiskirkju?

 

Holy Olaf leggst á Landakot

Í pistli "Fornleifs" er sagt frá bók Ólafs J.Ólafssonar Time forstjóra sem heitir "Sakramentið" og leiðandi viðtal á RÚV. S.A. gerir athugsemd við pistill hans:

"Tók ekki eftir því í viðtalinu að Ólafur J. Ólafsson hafi fullyrt að glæpir hafi átt sér stað í Landakoti. Fréttakona Björg virðist leiða Ólaf og spyr hvort hann sé að fylgja eftir "misbeitingu og notkun valds, sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað í Landakoti" á síðustu öld. Ólafur jánkar því  og segir að hann sé búinn að kynna sér "Vatíkanið og allskonar". Furuleg staðhæfing Time forstjóra?

Eiginlega ekkert bitastætt í viðtalinu nema sameiginleg sýn spyrjanda og glæpasöguritara að nota ósannaða "atburði" til að selja skáldsöguafurð. Fréttakonan ítrekar að bókin sé áhugaverð lesning án þessa að geta nánar um það.

Kristinhaldið var á sínum tíma góðlátleg grínsaga um prest undir jökli sem hafi lítið að gera og sinnti meira öðrum samfélagsverkefnum. Stílfærð og uppdiktuð úr öðrum sannsögulegum heimildum. Saga Ólafs virðist byggja á ósönnum söguburðum og nafnið skýrir ekki neitt.

Heiti bókarinnar sýnir vankunnáttu höfundar á kaþólskri trú. "Sakramentið" bókanafn sem fjallar um kaþólska nunnu er djarft og út úr kú. Skáldið viðurkennir í samtalinu að hann viti lítið annað um Landakot en að þar hafi verið grænn sparkvöllur fyrir stráka í hans ungdómi. Í Landakoti hafi búið "vald" og agi sem honum hafi staðið stuggur af. Hvernig það getur verið "rannsóknarvinna" sem sagnfræðileg skáldsaga byggist á?

Aðstoðarritstjóri  Fréttatímans sáluga fór mikinn í ásökunum og staðhæfilausum fullyrðingum á hendur prestum í Landakoti. Þetta útspil RÚV er enn furulegra þar sem það á að vera hlutlaus stofnun. Dæmigerð afstaða demókrata til annarra trúarbragða. Ein af rógsherferðum á hendur varnarlausum sem þú hefur lýst vel í þínum pistlum."

 


mbl.is „Ranglátari getur málsmeðferð vart orðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband