Er meira lýðræði og ánægja í minni ríkjum?

Leiðtogi Katalóníumanna er eitthvað utangarðs. Gekk eins og í leiðslu og ákallar nú góða menn í sambandinu. Biður um sanngjörn réttarhöld? Hvenær er maðurinn ánægður með stöðu sína? Spánverjar eru umburðalyndir og trúlega sanngjarnir við uppreisnarmenn. Nýkomnir út úr hryllingi borgarastyrjaldar. Hvenær skyldi vera komið nóg af átökum?

Evrópusambandið er skásti kosturinn fyrir álfu þar sem flest ríki deildu um aldir og börðust um landssvæði. Macron Frakklandsforseti er að skerpa línurnar og vill meiri einingu. Hann vill að stórfyrirtæki greiði sama skatta og önnur fyrirtæki. Sterkara Evrópusamband og her.

Ekki erfitt að skilja Íslendinga sem vilja vera í Sambandinu til að fá sterkari gjaldmiðill.  Hver vill ekki hafa Evrópudómstólinn og mannréttindaákvæðin. Auk 75% af reglugerðum ESB? Hversvegna vorum við að yfirgefa Danaríki fyrir fáum áratugum ef á ný á að binda landsstjórnina enn meir við stærra ríkjabandalag?  Umræðan er til að meta galla og kosti þess að vera utan ESB. Í ríki sem býr við mestan jöfnuð allra ríkja.


mbl.is Puigdemont gaf sig fram við lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband