24.9.2017 | 13:15
Leiðtogar taki áhættu. Sigmundur farsæll, skapaði hér góðæri með Sjálfstæðisflokki.
Dýrmætasta hverjum flokki eru góðir leiðtogar. Þeir geta lyft grettistaki hafi þeir hugrekki til að takast á við sundrungaröfl. Framsókn er flokkur hnífa og innanhúsátaka. Þegar farsæll leiðtogi sér það eina úrræði að yfirgefa flokkinn er það dapurlegt. Hann gæti gengið í Sjálfstæðisflokkinn eða myndað annað stjórnmálaafl.
Samvinnuflokkurinn.is er ekki vænlegt heiti á nýjum flokki. Þurfum ekki fleiri stjórnmálaflokka, en sé stefnan skýr getur nýr stjórnmálflokkur fundið sér farveg. Marcon í Frakklandi var vel tekið þar sem hann hafði lausnir á hraðbergi. Hann getur tekist á við úrelta vinnulöggjöf og fékk stuðning hægri og miðjuafla. Shröder kanslari í þýskalandi kom á breytingum á vinnumarkaði fyrir aldamót. Merkel býr að kristilegum grunni og er eins klettur í stjórnmálum. Í Þýskalandi treysta menn ekki á smáflokka og þekkja afleiðingar sundrungar.
Gjörbreytt fjölmiðlaumhverfi á Íslandi hefur skapað óvissu í stjórnmálum. Ofurvaxnir ríkismiðlar leika lausum hala. Enginn stjórnmálamaður virðist ætla að taka á þessum vanda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fylgi í hlutfalli við stuðning í fjölmiðlum. Vinstri grænir hafa Ríkisútvarpið með sér og vita hvernig þeir geta "nýtt" sér það.
Styrkleiki Sigmundar er yfirsýn á efnahagsmálum, hefur lausnir sem hann var tilbúinn að takast á við. Nýjar kauphækkanir með óbreytta vinnulöggjöf er ávísun á háa vexti og verðbólgu. Hægt er að glutra niður velgengni á skömmum tíma ef menn sjá ekki fyrir hætturnar. Næstu kosningar munu verða afdrifaríkar í þeim efnum.
![]() |
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.