23.9.2017 | 10:01
Dæmalaust uppsetning á RÚV. Ómarktækt leikhús ríkisstarfsmanna
Ríkisstofnanir viðurkenna ekki mistök. Óskeikulleikinn er eins og hjá rannsóknarstofnunum á miðöldum. RÚV þursast áfram þótt allir sjái hvernig kjólfötum fréttastjóri klæðist. Þessi frétt um staðreyndavillur lögmanns Zoega eru eins og annar tilbúningur frétta RÚV ekki marktækur.
Óstöðugleiki í stjórnmálum endurspeglar stöðuna. Enginn þarf að fara í grafgötur með hvernig fjölmiðill með 60% markaðshlutdeild getur með endurtekningum ranghugmynda búið til óvissu í lífi fólks. Búið til gerviheim sem frestar uppgjöri á dómsmorðum sem framin voru á áttunda áratugnum.
Í síðustu viku greindi RÚV frá því að einn af þeim dæmdu í Geirfinnsmálinu, Guðjóni Skarphéðinssyni hefði verið veitt uppreist æru fyrir 22 árum. Nú er "glæpurinn" orðinn manndráp af gáleysi. Opinberi línu er fylgt út í æsar. Í meðvitund flestra Íslendinga hafi ungmennin verið dæmd saklaus. Þáttur ríkisútvarps og vöntun á gagnrýni á sínum tíma var ekki til að bæta andrýmið og það svartnætti sem ríkti í dómsmálum 1976.
Í febrúar 2017 segir í fréttum Ríkisútvarps:
"Dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum" Hvenær var sannað að Geirfinnur hefði staðið að smyglbrotum? Spuninn heldur áfram 41 ári síðar.
Úr fréttum Ríkisútvarps 18. september 2017: "Guðjón Skarphéðinsson prestur var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Ciesielski voru einnig dæmdir fyrir sömu sök. Guðjóni var veitt uppreist æru 1995, fyrir 22 árum. Endurupptökunefnd féllst fyrr á þessu ári á endurupptökubeiðni Guðjóns og fjögurra annarra sem dæmdir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu,Þetta kemur fram í gögnum sem dómsmálaráðuneytið hefur afhent fjölmiðlum.
24.2.2017 var frétt á RÚV: Nefndin heimilar sem sagt að morðmálin verði tekin fyrir á ný, en hafnaði hins vegar beiðnum Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars um endurupptöku á dómi Hæstaréttar sem sakfelldi þau fyrir að hafa borið rangar sakir á Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum.
"Morðmálin tekin upp, ekki rangar sakargiftir
Endurupptökunefnd kynnti í dag um niðurstöður sínar í málum sexmenninganna sem hlutu á sínum tíma refsidóma fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þar hlutu Kristján Viðar Júlíusson, Sævar Marínó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson fangelsisdóma fyrir að banað Guðmundi Einarssyni í janúarmánuði árið 1974."
Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.