27.6.2017 | 22:09
Eiga heilbrigðisyfirvöld að ráða þegar samvinna við Gæsluna gæti skilað betri árangri.
Fagráð í hrossarækt er þekkt fyrirbrigði. Reyndar eru fagráð á öllum mögulegum sviðum og allt ágætt um það að segja. Fagráð um sjúkraflutninga er skipað læknum og fleiri ágætum mönnum. Formaður Viðar Magnússon gjörgæslulæknir.
Fagráð nefnir fjölmennari og minni lönd, Sviss og Danmörk þar sem minni sjúkraþyrlur eru notaðar og kostnaður oft greiddur af tryggingafélögum. Sagt er að það þurfi 3-4 starfsstöðvar víða um land, en samt sem áður yrði það aldrei nóg ef 30 mínútna flug ætti að vera til næsta sjúkrahús. Þá á að notast við björgunarþyrlur, væntanlega í samvinnu við Gæsluna.
Í skýrslu Fagráðs er undirstrikað að heilbrigðisyfirvöld eigi að "ákveða þjónustuna." Þau þurfi að hafa eignarhald og bera ábyrgð á verkefninu. Rekstrakostnaður er sagður vera 650 milljónir á ári en ekkert um stofnkostnað, sérstakar starfstöðvar og stýringu heilbrigðisyfirvalda. Þyrlur eru ekki ódýrar og hætt er við að kostnaður myndi margfaldast og verða par milljarða áður en varir.
Fagráð um sjúkraflutninga getur varla talist ábyrgt fyrr en það greinir frá áætluðum heildarkostnaði við framtakið.
Landhelgisgæslan er ein af þeim stofnunum sem menn bera mest traust til. Hún er hluti af viðbragðs og varnarkerfi landsmanna. Fáar stofnanir sýna eins mikið aðhald, en eru samt sem áður með yfirgripsmikla starfsemi. Gæslan er ávallt viðbúin þegar alvarleg útköll eru eða válegir atburðir og aðstoðar er þörf.
Ísland er stórt land með tiltölulega fáa íbúa, en sinnir öryggisgæslu á margfalt stærra hafsvæði en flest Evrópulönd. Samanburður við margfalt fjölmennari Evrópulönd er því ekki raunhæfur. Hér væri nær að efla Gæsluna með samvinnu og upplýsingaöflun.
Minni þyrlur koma ekki í stað stærri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.