Efast um að Hagstofa sé með rétta talningu.

Hagstofan hefur skráð ferðamenn eftir hótelgistingu, en hvað með þá sem gista ekki í gistihúsum? Einfalda þarf skráningu og taka af öll tvímæli. Spjallaði við ferðamenn frá Ameríku í dag uppi í Bláfjöllum. Aðeins tveimur tímum eftir að þeir komu til landsins.

Þeir voru búnir að kanna aðkomu að Þríhnúkahelli og voru að skoða eldborgir. Á leið austur á bílaleigubíl. Fleiri ferðamanna eru trúlega að taka bílaleigubíla eða fara með ferðaskrifstofum í skipulagðar ferðir.

Of mikið er gert úr fjölgun ferðamanna og ekki fer mikið fyrir þeim. Innviðir eiga að getað auðveldlega tekið við ferðamönnum sem svarar fjögur til tíu þúsund á dag. Ein og hálf milljón til tvær milljónir ferðamanna sem dreifast tiltölulega jafnt yfir árið er ekki stórt. 

Mörg minni lönd eins og Ungverjaland og Holland eru að fá 12- 14 milljón ferðamenn árlega. Leyfum fyrirtækjum að verðleggja vöru og þjónustu í dollar eða evru. Hagkerfið þarf þá að aðlaga sig og verðbólga myndi minnka strax. Krónan minnsta mynteining í heim gengur aldrei til lengdar.  

 

 

 

 


mbl.is Hópferðafyrirtæki taka í sama streng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Í Hollandi, sem hefur verið fjölmenningarland síðan á 17. öld, nema þegar stór hluti Hollendinga lék með nasistum í síðari heimsstyrjöld, er fólk vanara "útlendingum". Ferðamenn í landi eins og Hollandi eru vissulega margir, en þar eru einnig fleiri hótel, betri samgöngutæki o.s.fr.

Talningin á ferðamönnum sem ekki stemmir gætir verið vegna þess að íslensk yfirvöld vilja ekki að það komist of mikið í hámæli að mikið af því fé sem nú streymir inn í landið er í raun ekki frá ferðamönnum komið, heldur frá vafasömum aðilum sem stofna fyrirtæki sem ekki greiða skatt og nota fyrirtækin sem skálkaskjól til peningaþvættis. Bankarnir taka þátt í þessu, krónan styrkist um sinn en allt er eftir að hrynja og næst lendir það á ríkinu og borgurum landsins.

Það er ekki krónan eða ferðamenn sem er vandamálið heldur svindl og svínarí sem er í gangi með hjálp íslenskra faktora útlenskrar svikastarfsemi. Hátt vöruverð er ekki krónunni að kenna, heldur fyrst og fremst græðgi þeirra sem reka verslanir. Vöruverð á Íslandi er í mörgum tilvikum 2svar sinnum hærra en t.d. í Danmörku.

Varðandi bílaleigurnar. Um daginn kvörtuðu þær einnig undan færri ferðamönnum. Þær eru búnar að hamstra bíla. Ekkert mál var að taka bíl á leigu á Íslandi þegar ég var á landinu í júní. Ég fékk hins vegar bíl með algjörlega slitnum dekkjum. Ekkert mál var að fá honum skipt í nýjan bíl (sem aðeins var keyrður 6000 km) og að framlengja leiguna. Nóg var til af bílum.

Að ekki fari mikið fyrir ferðamönnum??? Sá og heyrði nær enga Íslendinga á Þingvöllum, þar sem kostar 200 kr. að míga. Á laugaveginum í Reykjavík sér maður aðeins erlenda ferðamenn og einstaka róna - en samt ganga fyrirtækin ekki. Fullt af búllum og búðum eru lokaðar á Laugaveginum. Ég las um franskan mann sem hafði sparað í 11 ár til að komast Íslands - nú þegar hann loksins var á landinu var hann að fara á hausinn vegna okursins á landinu, sem einnig kemur hart niður á Íslendingum.  Ég vorkenni löndum mínum sem búa á Íslandi. En heldur þú, Sigurður, að vöruverð muni lækka ef annar gjaldmiðill verður tekinn upp. Þegar evrunotendur koma til lands þar sem vara sem kosta 10 evrur á evrusvæðinu koma til Íslands og borga 25 evrur, munu þeir ALDREI koma aftur. Íslendingar eru enn og aftur að skera halann af hundinum til að fóðra hundinn með honum. Gulleggin hafa þegar verið spæld. Svikahrappar í Högum og Costco smæla beint í bankann.

FORNLEIFUR, 3.7.2017 kl. 04:30

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Fornleifur

Ævintýrabókalegur texti um litla manninnog míghús á helgum stöðum.

Veit ekki hvort samræðiskenning um Seðlabanka gengur upp. Samkvæmt fréttum dagsins eru öll gjaldeyrismál rannsökuð og send til Skattrannsóknarstjóra. Í Seðlabankanum eru 15 lögfræðingar og tugir starfsmanna að fylgjast með krónu og erlendri mynt. Skattrannsóknarstjóri er með hóp af vinstri sinnuðum lögfræðingum, þjóðfélags og stjórnfræðinga sem halda áfram og sannprófa alla sem hafa starfað erlendis. Starfsmenn sem hafa væntanlega nýst annars staðar værum við ekki með krónu? 

Krónan er atvinnuskapandi og getur fyrir óábyrga verið skálkaskjól. Þeirra sem ekki vilja bera ábyrgð á eyðslu sinni. Þar sem evra er notuð eða dollar er venjulega stöðugt verðlag. Á Hawaii er um 25% dýrara að lifa en í Bandaríkjunum. Held að allt of margir vanmeti kostnaðinn við að búa á fámennri stórri eyju langt í Norðri, þar sem allra veðra er von.

Var að fylgjast með vörusendingu til Íslands. Innkaupsverð var um hálf milljón. Flutningskostnaður var um helmingur innkaupaverðs. Vandamál við innkaup eru oft litlar vörusendingar. Meðan Jóhannes í Bónus rak verslunina var álagningin lítill, en veltuhraðinn skipti öllu. Veltuhraðinn og magn innkaupa skiptir öllu máli. Alþjóðleg verslunarfyrirtæki og flugfélög sem hér starfa þurfa ekki að greiða háa vexti af fjárfestingalánum. Að gera kaupmenn að blórabögglum hefur verið vinsælt og var á dögum hatursumræðu um einokun Dana. Hagar og Costco hafa notið þess að hafa góða stjórnendur.

Aldraður sjómaður sem ég hitti var að koma frá Spáni þar sem kona hans býr. Hún lifir þokkalega á eftirlaunum við verðlag sem er mun hagstæðara en á eyjunni. Ef evran fer aftur í 140 krónur verður hún að gæta sín eða koam heim. Það er sveiflan á gengi krónunnar sem veldur óstöðugleika og kemur veg fyrir að menn geti gert áætlanir af viti. Þeir sem þora að vera í ólgusjó með sinn rekstur eru svo rannsakaðir í botn ef þeir ná að stíga ölduna og ná landi. 

Sigurður Antonsson, 13.7.2017 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband