3.6.2017 | 13:16
Dómarar í slag við valdið eða í baráttu um titla og embætti?
Talsvert er um samráð hjá dómurum innan rannsóknarvalds og meðal lögfræðinga í kerfinu. Skýrasta dæmið er sakamálatilbúnaðurinn sem varð að Geirfinnsmáli og menn viðurkenna 40 árum síðar að hafi verið embættismistök. Gæsluvarðhaldsúrskurði er hér beitt í margfalt meira mæli en í nágranalöndunum. Þar ráða dómarar ferð og geta vísað málum frá. Einstaklingar verða í auknum mæli að berjast við kerfið í dómsmálum þar sem valdið hefur nægan tíma og peninga.
Dómarar eru hluti af ríkiskerfinu. Það er þeirra að koma auga á vankanta og ræða þá opinberlega meðal almennings. Jón Steinar. Upplýsa hvar pottur er brotinn í lýðfrjálsu landi. Líta verður aftur í tímann á þróunina og hefðina. Hvernig við höfum einangrast og fjarlægst Evrópu í ýmsum málum sem varða lögfræðistéttina. Fyrir nokkrum árum var ekki algengt að lögmenn færu til útlanda eða störfuðu að hluta til erlendis.
Margir hafa bent á að betra hefði verið að hafa æsta dómstól í Danmörku eftir lýðveldisstofnunina. Á mörgum sviðum erum við að súpa seiðið af miður góðum vinnubrögðum sem hefði verið hægt að forðast. Skoða verður hvort hérlendis sé ofvöxtur í dómsmálum og annað er varðar menntun lögfræðinga.
![]() |
Ekki gaman að lenda í slag við valdið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Athugasemdir
"dómurum innan rannsóknarvalds" - Er þér ekki kunnugt um að rannsóknarréttarfar var afnumið á Íslandi fyrir mörgum áratugum síðan?
Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2017 kl. 13:28
Sæll Guðmundur
Rétt hjá þér Guðmundur. Það er hægt að miskilja þessa setningu. Þegar meðalhófs er ekki gætt t.d. í gæsluvarðhaldsúrskurðum og dómarar samþykkja í flestum tilfellum beiðni rannsóknaraðila þar um er ekki hægt að segja annað en samráð sé nærri. Dómarar í Guðmundar og Geirfinnsmálinu eiga mikla sök á því hvernig ungmenni voru þvinguð til játninga með ólögmætri einangrun og yfirheyrslum dag og nótt. Lögmenn hjá stofnunum þurfa og að gæta meðalhófs og setja ekki ábyrgðina á ólöglærða rannsóknarmenn. Eiga ekki að búa til mál innan kerfisins til að ná sér niðri á sakborningum. Samanber mál Seðlabanka gegn Samherja.
Leifar af gömlu réttarfarsreglum eru alltaf nærri. Sérstaklega ef ekki er haldið upp málefnalegri umræðu og gagnrýni innan kerfisins. Tíund er sér á blaði. Fréttir og greinar blaða vekja alltaf athygli, en umræðan í smáu samfélagi verður alltaf takmörkuð. Helst á blogginu með netmiðlunum.
Sigurður Antonsson, 3.6.2017 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.