Heiðarlegt að játa mistök eins og Valtýr fyrrum ríkissaksóknari

Jón Ásgeir hefur getað varist ótrúlega vel og fimlega gegn rannsóknarvaldi í meira en áratug. Farið fram gegn valdastofnunum sem hafa oft gert mistök. Hann hefur verið skotspónn blágrænna og vinstrimanna fyrir þá einu sök að reka fjölmiðill. Vinstri sinnað RÚV er ekki undanskilið í þeirri herferð.

Þekki ekki ferill Gríms Grímssonar sem hefur hlotið lof fyrir einhliða rannsókn og meðbyr í að upplýsa mannshvarf. Margt við málsmeðferð ákæruvaldsins á hendur hinum grunaða er ótrúverðugt. Ekkert hefur verið sparað til að sýna fram á sekt sakbornings. Sérfræðingar og vitni kallaðir langt að og skip hertekin á opnu hafi.

Nýlega las ég frásögn Valtýs Sigurðssonar í nýútkomni fjallabók Reynis Traustasonar fyrrum ritstjóra. Bókin kom út 2016. Þar viðurkennir Valtýr "mistök í Geirfinnsmálinu" en frásögn hans fjallar að öðru leyti um skíðaferðalög.  Sannur íþróttamaður getur tapað leik og viðurkennt afdrifarík víxlspor sem embættismanns. Ungs löglærð manns í upphafi umfangsmestu "sakamála" Íslandsögunnar. Betra seint en aldrei. Augljóslega léttir eftir fjóra áratugi. En óvenjuleg, heiðarleg játning.

 

 


mbl.is Jón Ásgeir svarar Grími Grímssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sigurður, ef Jón Ásgeir bæði þig að fjárfesta í einhverju með honum, værir þú tilbúinn að láta hann fá aleiguna?

þetta er maðurinn sem sagðist ekki eiga fyrir diet kók.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.5.2017 kl. 02:08

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Jóhann

Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes stofnuðu Bónus eins og flestir þekkja. Var það ein mesta kjarabót á sínum tíma fyrir almenning í landinu? Meira afrek en koma Costco ykkar Kana á fót í Garðabæ. Á síðustu dögum Jóhannes hjá SS kom ég með teikningar af lítilli þýskri Aldi verslun til Hans. Fáum mánuðum síðar opnaði hann sína fyrstu verslun í Skútuvogi. Þannig var allt samstarf við Jóhannes gefandi og báðir nutu góðs af. Hann var drifkraftur góðra hugmynda.

Eitt af mínum fyrstu störfum var að vinna með Jóni Eyjólfssyni afa og nafna Jóns Ásgeirs. Í Matardeild SS í Hafnarstræti. Þar var allt fágað og fín og verslunin þekkt fyrir gæði og bragðgóðan mat. Síðar þegar ég átti viðskipti við Jóhannes og Jón var allt unnið af alúð og vandvirkni. Ánægjuleg og heiðarleg viðskipti með mikilli vinnu. Það er því fyllsta ástæða til að taka mark á orðum Jóns Ásgeirs.

Sigurður Antonsson, 31.5.2017 kl. 07:25

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það ku hafa verið notaðar hótanir við heidsala, kjötyðjur og aðra. Ef bónus feðgar fengu ekki sitt verð að þá var vöruni ekki hleypt í hillur bónus, ef varan komst í hillur bónus að þá lögðu þeir 40% á vöruna.

Ef að matvaran rann út á tíma, þá var það sent til baka og bónus þurfti ekkert að greiða fyrir vöruna.

Þetta hef ég heyrt í gegnum árin og það er loksins komið að því að það er flett ofan af þessari svikamyllu.

I dagblöðum er verið að saka Haga um að halda þessum verzlaunarhætti áfram í bónus og Hagkaup.

Ef þetta reinist rétt, þá er þetta eins og mafíu Viðskipti.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.6.2017 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband