Framsókn Sigmundar gæti verið í ætt við framgöngu Theresu May

Stjórnmálin eru óútreiknanleg eins og skólahagfræðin sem ekki er að ganga upp hjá stjórnarflokkunum. Framsókn sér leik á borði þegar ríkisstjórnin virðist ekki ráða við hátt gengi krónuna eða vaxtastefnu Seðlabanka. Sigmundur er sérlega glöggur á það sem telur í hagstjórninni, samanber Icesave og hrægamma.

Fjármálaráðherra er málaður út í horn með fastgengisstefnu sína sem á að ræða rétt fyrir kosningar. Allt stefnir í að fleiri fyrirtæki en fiskvinnslan loki eða flytji starfsemi sína til annarra landa. Í síðasta þætti Ingva Hrafns á ÍNN var vakin athygli á stjórnleysi ríkistjórnar. Viðmælendurnir áttu ekki til orð?

Í Framfarafélaginu á að brjóta til mergjar góðar hugmyndir og gera þær skiljanlegar fyrir kjósendum. Fátt er brýnna þegar flestir sjá að stefnir í óefni og verðbólgu með mikilli aukningu ríkisútgjalda.

Spennandi verður að sjá hvaða stefnu stjórnmálin taka á haustmánuðum. Augljóst er að rými er fyrir styrkari framfarastjórn sem nær tökum á efnahagsmálum, lækkar vexti og stuðlar að kaupmætti án meiri styrkingar krónunnar.

Theresa vann mest á þegar aðrir sváfu. Undirbjó næstu aðgerðir og dró til sín fylgi frá vinstri kantinum. Um sumarmál er Sigmundur með útkall. Gangi honum allt í haginn.

 

 

 

 


mbl.is Sigmundur: „Ég er uppveðraður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband