27.5.2017 | 18:34
Framsókn Sigmundar gæti verið í ætt við framgöngu Theresu May
Stjórnmálin eru óútreiknanleg eins og skólahagfræðin sem ekki er að ganga upp hjá stjórnarflokkunum. Framsókn sér leik á borði þegar ríkisstjórnin virðist ekki ráða við hátt gengi krónuna eða vaxtastefnu Seðlabanka. Sigmundur er sérlega glöggur á það sem telur í hagstjórninni, samanber Icesave og hrægamma.
Fjármálaráðherra er málaður út í horn með fastgengisstefnu sína sem á að ræða rétt fyrir kosningar. Allt stefnir í að fleiri fyrirtæki en fiskvinnslan loki eða flytji starfsemi sína til annarra landa. Í síðasta þætti Ingva Hrafns á ÍNN var vakin athygli á stjórnleysi ríkistjórnar. Viðmælendurnir áttu ekki til orð?
Í Framfarafélaginu á að brjóta til mergjar góðar hugmyndir og gera þær skiljanlegar fyrir kjósendum. Fátt er brýnna þegar flestir sjá að stefnir í óefni og verðbólgu með mikilli aukningu ríkisútgjalda.
Spennandi verður að sjá hvaða stefnu stjórnmálin taka á haustmánuðum. Augljóst er að rými er fyrir styrkari framfarastjórn sem nær tökum á efnahagsmálum, lækkar vexti og stuðlar að kaupmætti án meiri styrkingar krónunnar.
Theresa vann mest á þegar aðrir sváfu. Undirbjó næstu aðgerðir og dró til sín fylgi frá vinstri kantinum. Um sumarmál er Sigmundur með útkall. Gangi honum allt í haginn.
![]() |
Sigmundur: Ég er uppveðraður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.