"Erla Bolladóttir í ruslið" " Úr okkar höndum"

Kerfið er samt við sig. Í meira en 42 ár hefur lögreglu og dómskerfi landsmanna verið að fjalla um hvarf Guðfinns og Guðmundar. Í sama hægagangi getur það tekið áratugi að komast að endanlegri niðurstöðu. Ómældar þjáningar fórnarlamba, afkomenda og aðstandenda þeirra munu áfram fylgja í kjölfarið.
 
Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir nýjan dómsmálaráðherra að horfa upp á þessar niðurstöður. Kostnaður ríkissjóðs af dómsmorðunum hleypur á milljörðum og á eftir að aukast. Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur tjáir sig um niðurstöður gærdagsins á Pressunni í gær:
 
"Fyrir þetta fengu þau dóm og fangelsisvist. Ég endurtek, þau sátu í fangelsi fyrir það brot lögreglunar að frelsissvipta annað saklaust fólk í fleiri mánuði og forsendurnar fyrir þessu eru þær að þau hafi ætlað að beina lögreglunni eitthvað annað en að þeim sjálfum ef þau yrðu grunuð vegna Geirfinns.
 
Hvernig getum við klárað þetta mál með sem allra minnstum tilkostnaði og með lágmarksniðurlægingu fyrir kerfið? Jú, með því að segja: Við hjá yfirvaldinu ekkert rangt en aumingja fólkið bara játaði á sig hluti sem það gerði ekki. Og við skulum sýna þeirri yfirsjón skilning og endurupptaka þá þætti málsins. En við endurupptökum ekki þá þætti sem beina sökinni í okkar átt og varpar ljósi á hvað raunverulega gekk á í Síðumúlanum. Það verður mjög dýrt spaug, enda ljóst bótagreiðslur hljóta að að miðast við sök ríkisins að einhverju leyti."
 
 
Það er fullkomið fúsk hvernig kerfið ætlar að firra sjálft sig ábyrgð á málinu með þessum hætti og það er beinlínis viðbjóðslegt að horfa upp á yfirvöldin okkar henda Erlu Bolladóttur í ruslið.
 
Pressan 24. feb. 2017 - 14:42Ari Brynjólfsson

Aðalheiður segir niðurstöðuna fúsk: „Viðbjóðslegt að horfa upp á yfirvöldin okkar henda Erlu Bolladóttur í ruslið“

RÚV.

End­urupp­töku­nefnd hef­ur fall­ist á end­urupp­töku­beiðni Al­berts Kla­hn Skafta­son­ar, Sæv­ars Ciesi­elski, Kristjáns Viðars Viðars­son­ar, Tryggva Rún­ars Leifs­sonar og Guðjóns Skarp­héðins­sonar sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­in á átt­unda ára­tugn­um. Beiðni Erlu Bolla­dótt­ur um end­urupp­töku er hafnað. 

Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur segir þetta áfall, en hún hefur lengi haft áhuga á málinu og fylgst náið með ferli endurupptökubeiðna.

Segir hún niðurstöðuna ömurlega þar sem einungis sé um að ræða endurupptöku á mannhvarfsþáttum málsins en endurupptökunefndin synjaði endurupptöku á röngum sakargiftum. Kallar hún niðurstöðuna fúsk þar sem kerfið sé að vernda sjálft sig með því að viðurkenna ekki að það áttu hlut í að þau játuðu eftir að hafa setið í einangrun langtímum saman:

Klúbbmenn sátu í yfir 100 daga í einangrun. Þegar yfirvöldin áttuðu sig á því (ef þeir vissu það ekki allan tímann) að þeir koma málinu akkúrat ekkert við, þarf að finna leið til að redda sér út úr því vandamáli og sagan verður til og hljóðar svo: Erla, Sævar og þau hin, hittust á fundi eftir að hafa drepið Geirfinn og komu sér saman um að ef grunur félli á þau myndu þau kenna Klúbbmönnum um,


mbl.is Umfangsmesta mál í sögu nefndarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigurður. Hvernig er annað hægt fólk sem marg lýgur fyrir rétti.Réttarkerfið var bara svona á þessum árum og segðu mér hefðu þessi mál verið í einhverju öðru landi þá hefði bara fyrir að óvirða réttin kosta þeim sem lugu margfalt hærri dóm. Fólk lendir oft í að vera dæmt saklaust en yfirlett er það vegna vitna sem sögðu ósatt.   

Valdimar Samúelsson, 25.2.2017 kl. 11:25

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Valdimar

Vissulega sátu Klúbbmenn í gæsluvarðahaldi, en þeirri sök verður ekki varpað á Erlu eina. Fyrir liggur að henni var talið trú um að ótilgreindir menn sætu um líf hennar. Hún var vöktuð af vopnuðum lögreglumönnum. Af og til var hún tekin til yfirheyrslu í Síðumúlafangelsið án nokkurs verjanda. Engar skýrslur skrifaðar. Á þessu gekk í tvo mánuði. Hún var með kornabarn heima, óttaðist að verða aftur sett í fangelsi snemma árs 1975 og barnið tekið frá henni. Sævar og Kristján voru líka heilaþvegnir við svipaðar aðstæður og skrifuðu undir auðmjúkir ásakanir á aðra menn. 

Nefndin forðast að nefna að aðferðirnar sem notaðar voru við að fá fram játningar hafi verið ólöglegar og refsiverðar. Játningarnar eru ekki stuttar öðrum gögnum. Þar liggur meinsemdin grafin. Embættismenn eiga ekki að viðurkenna mistök. Heldur ekki dómarar. Þetta kann að vera leifar frá tímum yfirráð Dana. Mikilvægt var að allt væri gert samkvæmt lagabókstafnum. Allar stéttir eiga að getað viðurkennt mistök. Engin er það fullkominn að honum geti ekki orðið á.

Margir löglærðir hafa haldið því fram að yfirdómsvald hefði aldrei átt að flytja frá Dönum. Ef þetta eru vaxtaverkir íslenskra dómstólakerfisins verða menn að taka því. Mál er hinsvegar komið til að viðurkenna að mistök verða alltaf gerð. Málið er að lágmarka þau og kostnað íslenska ríkisins af þeim sem óhjákvæmilega verður. 

Sigurður Antonsson, 26.2.2017 kl. 14:21

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigurður já þetta er dálítið skrítið mál en að benda á menn gerir engin sog ég var að lesa skýrslurnar í gær það sem ciselsky leiðréttir aðra skírslu með drápið og hvar líkið hafi verið komið fyrir en í þeirri var það á öskuhaugum Hafnafjarðar.

Áður átti líkinu að hafa verið komið fyrir upp í Rauðhólum.

Það getur engin sagt neinum að skrifa svona eins og hann gerði og skrifa undir en þessi skýrsla kemur frá eigin heilabúi.

Hvaða rannsóknar menn og dóms yfirvöld gætu tekið svona vitleysu án þess að missa allt traust á þessum aðilum þ.e. Erlu og Ciselsky. Yfirleitt eru jarðýtur ryðjandi sorpi upp í hauga svo það hefði aldrei verið hægt að finna líkið eftir allan þennan tíma. Bein hefðu átt að finnast ef þau hafa brennt líkinu se var ótrúlegt að nokkur fari að brenna líki við aðalveg inn í bæinn en það hefði þurft 50 lítra af bensíni því engin er skógurinn og ef þá hefði þurft sagir og skógarhöggs exi.    

Valdimar Samúelsson, 26.2.2017 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband