22.12.2016 | 07:01
Í Þyrnirósardal. Gjaldið eða gjaldeyriseftirlitið?
Bók Björns J Bragasonar sagnfræðings, Gjaldeyriseftirlitið er lýsing á innliti í Seðlabankann. Óspennandi bókarheiti verður að "reyfarakenndri" lýsingu á eftirliti með krónunni. Hluti af "Erfiðleikasögu smæstu sjálfstæðu myntar í heimi."
Sagnfræðingurinn kemur víða við, fer inn í Vogaskóla þar sem unglingar, nú þjóðkunnugir voru heillaðir af uppbyggingu sósíalismans og byltingamanninum Leon Trotskíj. Áhugaverð lesning, eitt af mörgum þjóðmálaritum Almenna Bókafélagsins á nýrri öld.
Þegar aðaláhyggjuefni Seðlabankans er styrking krónunnar vegna aukningu ferðamanna er eitthvað að. Fimmára rannsókn á einu stærsta og best rekna útflutningsfyrirtæki landsins út af yfirfærslu á nokkrum norskum krónum segir sína sögu.
Vandamálið er ekki aðeins smæð íslensku krónunnar. Margir áhrifamenn líta á hana sem heilaga kú og blanda sjálfstæði landsins inn í umræðuna. Umræðuvettvangur sem fáir þora að klífa.
Til að fela vandamálin í kringum íslensku krónuna eru fengnir vinstri spekimenn og örlaganornir frá Noregi til að magna upp eftirlit og eftirfylgni. Feluleikur og örlagasaga.
Mál Kaldbaks fellt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.