Í Þyrnirósardal. Gjaldið eða gjaldeyriseftirlitið?

Bók Björns J Bragasonar sagnfræðings, Gjaldeyriseftirlitið er lýsing á innliti í Seðlabankann. Óspennandi bókarheiti verður að "reyfarakenndri" lýsingu á eftirliti með krónunni. Hluti af "Erfiðleikasögu smæstu sjálfstæðu myntar í heimi."

Sagnfræðingurinn kemur víða við, fer inn í Vogaskóla þar sem unglingar, nú þjóðkunnugir voru heillaðir af uppbyggingu sósíalismans og byltingamanninum Leon Trotskíj. Áhugaverð lesning, eitt af mörgum þjóðmálaritum Almenna Bókafélagsins á nýrri öld.

Þegar aðaláhyggjuefni Seðlabankans er styrking krónunnar vegna aukningu ferðamanna er eitthvað að. Fimmára rannsókn á einu stærsta og best rekna útflutningsfyrirtæki landsins út af yfirfærslu á nokkrum norskum krónum segir sína sögu. 

Vandamálið er ekki aðeins smæð íslensku krónunnar. Margir áhrifamenn líta á hana sem heilaga kú og blanda sjálfstæði landsins inn í umræðuna. Umræðuvettvangur sem fáir þora að klífa.

Til að fela vandamálin í kringum íslensku krónuna eru fengnir vinstri spekimenn og örlaganornir frá Noregi til að magna upp eftirlit og eftirfylgni. Feluleikur og örlagasaga.

 

 

 


mbl.is Mál Kaldbaks fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband