Ríkið ofverndar. Engin hvati til að búa til nýjar afurðir.

Sauðfjárbændur hafa aldrei komist undan ríkisvernd. Vara frá býli er nýtilkomin, en ekki þróað markaðsátak. Einstaka bændur hafa vindþurrkað og reykt lambakjöt, en vantar stuðning. Fjallalambið er einstök vara. Með áratuga ríkisstuðningi hefur frumkvæði bænda verið drepið í dróma. 

Á Spáni er lambakjöt í tapasréttum ljúfmeti, t.d. kótelettur smáskornar. Jamón, reykt svínakjöt er sælgæti og borðað hrátt, saltað og kryddað, hágæða kjötvara. Um hundrað gröm kosta tugi evra komin á diskinn. 

Ferðamenn eru sólgnir í hágæðavöru og vilja borga fyrir hana. Ef 50-100 þúsund ferðamenn tækju með sér heim þurrkað, léttreykt læri yrði lambakjötsfjallið mun minna. Útflutningur og markaðsátak á lambakjöti erlendis hefur alltaf endað í blindgötu.

Bændur eiga sjálfir að taka alla ábyrgð á framleiðslunni. Niðurgreiðslur veikja bændastéttina, sem þarf á að halda sjálfshjálpar stuðningi frá öllum landsmönnum.


mbl.is „Verð á sauðfjárafurðum má ekki lækka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband