3.10.2016 | 07:03
Framsókn skiptir um lit eins og fiskur í sjó
Sigurvegarar í þessum kosningaslag eru Vinstri grænir. Samkoma eða flokkur sem elur á andúð og stéttarátökum. Helsti bandamaður þeirra vinnur á RÚV og notar stofnunina flokknum til framdráttar. Fyrrverandi útvarpsstjóri og forsætisráðherra þurftu að fara frá vegna aðgerða þessa manns.
Útvarpsstjórinn er nú búinn að ná vopnum sínum aftur og er fyrsti maður á lista Sjálfsstæðisflokks. Sigmundur Davíð gæti síðar þess vegna farið í sérframboð í Kraganum, á heimaslóðum og dregið til sín fylgi. Hætt er við að þá færi hrollur um ýmsa.
Undraverður hæfileiki Framsóknar við að komast í stjórn með öllum flokkum er ekkert nýtt fyrirbrigði. Hann hefur verið lengst allra flokka við stjórn landsins. Athyglin nú endurspeglar aðdáun á þessa hæfileika.
Gæti styrkt stöðu flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Já, ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn fá ekki meirihluta, þá mun Sigurður Ingi undireins leggjast í eina sæng með VG og Pírötum. Það myndi Sigmundur ekki gera. Árið 2009 studdi Framsókn minnihlutastjórn VG og Samfylkingar, en var of snjall til að fara í ríkisstjórn með þeim þótt hann hefði getað það. Því að hann vissi sem var, að þessir tveir flokkar myndu gera hverja gloríuna á fætur annarri og sigurverararnir fjórum árum síðar yrðu allir flokkar sem EKKI hefðu verið í ríkisstjórn með þeim. Og ólíkt afturbatapíkum, þá hafa kjósendur ekki gleymt svikum vinstristjórnarinnar né fyrirgefið nú mörgum árum síðar. Samt sem áður er það huggun, að ef eini meirihlutinn sem mun fást eftir kosningarnar er með Framsókn innanborðs, þá mun enginn fara að skríða til Bruxelles.
Annars finnst mér hjákátlegt að í hvert skipti sem eitthvað gerist í pólítík þá tekur mbl viðtal við þessa tvo prófessora í stjórnmálafræði til skiptis, sem geta aldrei sagt neitt sem allir aðrir gætu ekki líka sagt um málið. Það sem Baldur og Grétar matreiða er ekkert annað en þeirra almenna skoðun á málunum. Mbl ætti frekar að fara niður í Kringlu og spyrja venjulegt fólk um þeirra álit og það yrði örugglega hnitmiðaðra en þessi útþynnta súpa sem prófessorarnir koma með, enda er stjórnmálafræði ekki alvöru vísindi. Mér hefur alltaf fundizt það miður hvað margir sitja á Alþingi sem hafa engin raunveruleg tengsl við þjóðfélagið, hvorki við kjör almennings né við atvinnulífið. Ef það væri alvöru fólk á þingi í stað stjórnmálafræðinga og annarra sem hafa verið ofaldir innanflokks, þá værum við ekki í þessum djúpa skít sem við erum núna.
Aztec, 3.10.2016 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.