19.11.2015 | 07:00
Hernaðrleg þekking takmörkuð
Vítisenglar frá Noregi þóttu ógnvekjandi þegar þeir komu til landsins. Þá fannst mörgum manninum vanta öryggi. Allt aðrar aðstæður og erfiðaðri geta komið upp. Ekki er hægt að bera saman óvopnaða lögreglu í enskum í borgum sem býr við stuðning víkingasveita og öflugs hers.
Enginn formlegur her er í landinu og þekking á vörnum takmörkuð. Ungir menn fá enga þjálfun í öryggisþáttum og vopnaburði í samskiptum við erlendar herþotusveitir. Landhelgisgæslan er lítið þjálfuð til að mæta hernaðarástandi sem gæti komið upp. Þó gerum við miklar kröfur til að óvopnuð lögregla og landhelgisgæsla sjái um öryggi á landi og sjó.
Á stríðsárunum voru þjálfaðar upp björgunarsveitir borgara ef til átaka kæmi. Það þótti sjálfsagt. Björgunarsveitir eru nú til staðar en hernaðarleg þekking er takmörkuð. Innan landhelgisgæslu ætti að vera grundvöllur til að þjálfa unga menn. Kjarni sem gæti á skömmum tíma þjálfað aðra í viðbrögðum grunnþátta varna og herþjálfunar. Gagnlegt er að bera sig saman Luxembourg sem hefur takmarkaðan her. Eyðir samt um 1% af þjóðartekjum tengdum öryggi og vörnum.
Ítreka óskir um vopn og búnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Í ár verjum við um 370 milljónum í stríðsrekstur hjá NATO, náum eflaust með því að murka líftóruna úr þúsundum óbreyttra borgara.
Væri ekki nær að hætta þeim tindátaleik og ræða síðan um herbrölt innanlands?
Jón Páll Garðarsson, 19.11.2015 kl. 09:45
Við höfum aldrei í sögu mannkyns búið við minni glæpi og minna af ofbeldistengdum dauðsföllum.
Fækkum byssum ekki fjölga.
Ég held frekar það væri nær að auka framlög til NATO og styrkja varnir í allri Evrópu, heldur en vera bröltandi hérna til að sýnast eitthvað.
Teitur Haraldsson, 19.11.2015 kl. 13:46
Hefur þú séð samantekt á þeim ofbeldisfullu dauðsföllum sem NATO hefur staðið bak síðustu 20 árin?
Jón Páll Garðarsson, 19.11.2015 kl. 23:28
Nei, það hef ég ekki séð.
Veit hvaða stríðum þeir hafa tekið þátt í meira eða minna.
Ertu að meina að þú viljir fá eitthvað af stríðstengdum/byssutengdum dauðsföllum hingað til íslands, eða var einhver önnur meining í þessu hjá þér?
Teitur Haraldsson, 19.11.2015 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.