Flækjustig ráðherrans

Hvernig getur forsætisráðherra sagt að Þýskaland taki við 12000 flóttamönnum þegar talan er mörg hundruð þúsund? Aðeins í dag er frétt um að 7 þúsund hafi farið yfir landamæri Austurríkis til Þýskalands. Til Ítalíu hafa komið yfir 400 þúsund flóttamenn á nokkrum misserum.

Rétt er að Bandaríkin eru ekki að taka við mörgum Sýrlendingum þessa stundina en þeir hafa á liðnum árum veitt mörgum milljónum Mið-Ameríkubúum leyfi til að vinna og setjast að. Evrópa þarfnast innflytjenda og Ísland líka ef vaxtatímabil sem ríkisstjórnin hefur sett af stað á ekki að kollvarpast. 

Samtök launþega styðja við móttöku á flóttamönnum en ekkert heyrist frá atvinnurekendum. Kirkjan og sveitafélög vilja styðja við móttöku flóttamanna og mikla ekki fyrir sér kostnaðinn. Í kringum flóttamenn hefur myndast iðnaður og allt á að vera svo fallegt og fínt. Túlka og sálfræðiþjónusta í hæsta gæðaflokki? 

Einn þingmaður sjálfstæðismanna, háskólakennari reiknaði út að kostnaðurinn yrði hátt í tug milljóna á hvern mann. Vel mælt og veglegt skal það vera? Flækjustigið sem forsætisráðherra hefur í þessu máli er pínlegt. 


mbl.is Talan 50 var aldrei föst í hendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband