21.7.2015 | 21:44
ÍNN háskóli atvinnulífsins
Hrafnaþing í kvöld var helgað ferðamálum. Tveir mætir menn Kjartan Lárusson og Magnús Sigmundsson voru gestir kvöldsins. Þeir komu víða við og bentu á að ferðaþjónustunni vantaði skóla. Vöntun er t.d. mikill á sérmenntuðum háskólamönnum til ferðaþjónustunnar. Engin hótelskóli, en kokkaskóli í Kópavogi.
Stjórnandinn minntist á Þorleif Þórðarson sem var einn af frumkvöðlum ferðaþjónustunnar og rak Ferðaskrifstofu Ríkisins í mörg ár. Það þótt mér vænt um, en enginn minntist á frumkvöðlastarf hans þegar hann dó. Kjartan Lárusson rak lengi vel sömu skrifstofu. Hann er ekki bjartsýnn á stefnubreytingu þegar hann horfir yfir sviðið. Hver veit nema núverandi stjórn taki til hendinni? 5000 ný störf hafa myndast í ferðamannaiðnaði. Staðreynd sem margir vita ekki af.
Þorleifur móðurbróðir minn setti á stofn hótel í hermannabröggum í Nauthólsvík og Edduhótelin út um allt land. Ferðaskrifstofa ríkisins var í farabroddi. Vigdís forseti og eigandi Arnarflugs eða Guðni í Sunnu unnu bæði hjá ferðaskrifstofunni. Samvinnuferðir var einnig í útrás. Alltof fáir vita um þá sögu en Loftleiðamenn hafa sagt ævintýrið um uppbyggingu Loftleiðahótelsins í Reykjavík. Kraftur þessara manna var mikill. Loftleiðamenn byggðu fyrir erlent fé sem kom inn af brautryðjandastarfi í millilandaflugi. Ríkið lagði til litla fjármuni í uppbygginguna í greininni þá sem enda nær. Um 1% af 50 milljarða tekjum ríkisins af ferðaþjónustunni fer nú til að styrkja hana.
Þótt ferðamennskan sé orðin stærsta atvinnugreinin vita fáir um sögu hennar eða hvert stefna skuli. Viðmælendur á Hrafnaþingi vildu að alþingismenn væru teknir í skóla til að getað metið ferðaþjónustuna að verðleikum. Mikill fýlusvipur var á þingmönnum í umræðum vetrarins. Þeir ættu að líta inn á Ínn sjónvarpsstöðina og kynnast atvinnuvegakynningunni sem fer fram á hverjum degi.
Þjóðgarðsverði þarf að mennta og kenna reglur um utanvegaakstur. Af nógu er að taka, með skilvirkri menntun í ferðaþjónustunni verða til verðmætari störf.
![]() |
Akstursgjald gegn utanvegaakstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Pútín mætir ekki
- Grikkinn réð unglinga til víga
- Dæmdur til dauða vegna spillingarglæpa
- Minnst 80 látist í árásum dagsins
- Teslutrukkar fylgja Trump í Doha
- Færri látast úr ofskömmtun
- Handtekinn fyrir að skipuleggja skotárás
- Ástralar liðka fyrir notkun vélmenna
- Fara fram á tveggja og hálfs árs dóm yfir Gjert
- Enn óvíst hvort Pútín mæti til friðarviðræðna
Fólk
- Vinsælir júrófarar draga jaðarmenningu fram í ljósið
- Okkur finnst víða reimt
- Tom Cruise næstum dottinn af flugvélavængnum
- Bræðurnir gætu átt rétt á reynslulausn
- Hoppað í fangið á VÆB
- Hera Björk kynnir stig Íslands
- Mér leið skelfilega með sjálfa mig
- Veðbankar spá því að Ísland lendi í 24. sæti
- Ísland í fyrra holli úrslitanna
- Farðu út úr bílnum mínum, tík
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.