2.7.2015 | 21:54
Síðbúið framfaraspor
Betra seint en aldrei. Útbæirnir kringum Reykjavík verða aldrei trúverðugir nema þeir tengist innbyrðis. Kópavogur hefur lengi verið eins og krabbi með ótengda arma. Menn hafa þanið út byggðina en ekki tengt hana við aðra anga höfuðborgarsvæðisins með góðum og hröðum almenningssamgöngum.
Hafnarfjörður er eins og kú út á hól án tengileiða. Leið bíla og almenningssamganga hefði átt að tengja betur við Keflavíkurveg. Gegnum Kópavog, Skeifuna, Hlemm og niður í miðbæ Reykjavíkur.
Mikið framfaraspor þegar trúnaðarmenn almennings sjá til sólar og tengja byggðirnar saman með raflest. Lest sem notar íslenska orku. Miðbæir vera fyrst virkir þegar þeir sameina opinbera þjónustu, hótel, æðri skóla, söfn og fleira við verslun og þjónustu.
Ekki má gleyma að taka frá lóðir undir umferðamiðstöðvar og yfirbyggja þær. Norðmenn hafa gert undraverðahluti í miðborg Oslóar eða t.d. í Drammen. Tengt mannlíf við helstu samgönguleiðir út á land með lestum og á flugvelli. Þegar bílaumferð stöðvast í göngum eru það lestirnar sem flytja fjöldann.
Er raunhæft að leggja léttlestir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Á bloggi mínu bendi ég núna á myndband sem fjallar um þetta sporvagnaæði í Bandaríkjunum. Niðurstaðan:
- Engin eftirspurn eftir rándýrri fjárfestingu
- Virkar ekki nema fyrir fáa
- Himinhár rekstrarkostnaður sem sýgur fé úr öðrum samgönguleiðum, t.d. strætó
- Komast lítið áleiðis
- ...en eru minnisvarðar fyrir stjórnmálamenn sem þeir vilja gjarnan reisa
Geir Ágústsson, 3.7.2015 kl. 07:43
Miklu nær væri að einkavæða vegakerfið og slaka á reglum í kringum fólksflutninga. Fyrirbæri eins og Uber yrðu ekki lengi að komast á laggirnar, og vegagjöld myndu gera hópferðir mun hagstæðari og eftirsóttari og í umsjón einkaaðila sveigjanlegri og fullkomnari og aðlögunarhæfari en strætó í dag. Ég fyrir mitt leyti er fyrir löngu búinn að gefast upp á framsýni og skipulagshæfileikum kontórana í ráðhúsunum.
Geir Ágústsson, 3.7.2015 kl. 07:45
Góð heimildarmynd um léttlestir.
https://www.youtube.com/watch?v=VpUQ_EMV23c
Jón Helgi, 3.7.2015 kl. 08:26
Hér er bloggið tilvalið til umræðu og skoðanaskipta, kostar lítið en virkar. Kontóristar með annarra fé fara alltof oft á flug án þess að vita hvar þeir lenda. Hver borga allar þessa hugmyndavinnu vita fæstir. Almenningur er ekki spurður og æðstu yfirmenn Rögnunefnda koma af fjöllum.
Bandaríkjamenn eru góðir borgarskipuleggjendur með einfalt gatnakerfi gert fyrir bíla.
Hér er ekki hugsað nógu langt fram í tímann. Stóri borgarstjórinn hefur heldur ekki verið í tengslum við hina minni nema við teikniborðið. Stefna Reykjavíkurborgar í dag er að draga úr bílaumferð og þrengja að bílum án þess að hafa aðrar lausnir. Einföld tengilest milli helstu miðbæjarkjarna gæti verið lausn en umræðu vantar. Hér er aðeins sagt að bæjarfélögin séu komin í samstarf um lestartengingu. Fulltrúalýðræði?
Sigurður Antonsson, 3.7.2015 kl. 08:38
Skemmtilegt innlegg Helgi. Athugasemdir bloggara við You Tube færsluna segja heilmikið. "He's actually that guy who helps people get free money from the government."
Sigurður Antonsson, 3.7.2015 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.