16.5.2015 | 10:05
Einhæft fæði?
Ef matarræðið er orsökin fyrir ADHD einkennum, þá eru geðraskanir hjá unglingum af svipuðum meiði. Unglingar eru á mótunarstigi og viðkvæmir fyrir öllum efnum. Hvort mjólk eða hveiti séu áhrifavaldar frekar en kartöflur þarf að útskýra betur. Annað er að einstaklingar geta verið mis hæfir að vinna nauðsynleg efni úr fæðunni.
Bugl eða rannsóknir þeim tengdum eiga alla athygli skilið. Hugtakið ADHD og athyglisbrestur þarf að skilgreina miklu betur. Ekki dugar að jafn umtöluð skammstöfun sé ekki íslenskuð og almenningi gert kleift að meta einkennin hjá börnum og fullorðnum. Heldur bíða eftir skilgreiningu og mati frá fagfólki.
Einstaklingar eru misjafnlega af guði gerðir og eiga að vera ólíkir, ekki allir í sama farinu. Að deyfa niður athafnaþrá og eiginleika barna með lyfjagjöfum er neyðarúrræði. Betra að reyna að þjálfa og kenna einstaklingum að höndla geðslag og sveiflur. Við erum með trúfélög og lífskoðunarfélög til að samæfa og styrkja félaga, ná tökum á daglegu lífi með því að tileinka sér góðar lífsreglur og samtakamátt. Þessi þáttur rofnar oft á unglingárunum og þá verða einstaklingar oft utangarðs.
Unglingar með geðraskanir ættu að fá sérstaka athygli í skólum. Kennarar þurfa að fá þjálfun til að greina einkenni og hafa farveg til að einstaklingar fái hjálp sérfræðinga. Oft eru kennarar mun hæfari til að greina nemendur með byrjunareinkenni geðraskanna en foreldrar. Í skólum er samanburðurinn og þar kemur reynsla kennara að góðum notum.
Víða í Asíulöndum er lögð mkill áhersla á að samfélagið styðji við nemendur og skóla í viðleitni við að ná betri árangri í geðheilsu. Vel getur verið að ýmislegt hafi verið gert, en t.d. hátt hlutfall nemenda sem hætta í námi segir annað. Þar hringja viðvörunarbjöllur.
Sumir skólamenn eru því fegnastir þegar nemendur með vanlíðunareinkenni yfirgefa þeirra skóla. Þessir sömu nemendur lenda þá utangarðs og þurfa miklu meiri tíma til að fara aftur í skóla eða öðlast trú á kerfið að nýju.
Fæða getur dregið úr einkennum ADHD | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.