20.2.2015 | 22:20
Athyglisverð frétt.
Héraðsdómur hefur úrskurðað. Dómstólar hafa sínar ástæður og lög til að fara eftir. Líklega eru viðkomandi hælisleitendur ekki álitnir hættulegir? Ísland er ekki lengur eyland. Að minnsta kosti erum við alþjóðleg í fréttaflutningi. Enginn vill einstaklinga utangarðs þjóðfélaga inn á eldhúsgólfið hjá sér. Sem þjóð höfum við ábyrgð og skyldur.
Íslenska varðskipið Týr bjargar úr bátum á Miðjarðahafinu hælisleitendum og færir til Ítalíu. Ekki eru allir velkomnir þar, en gyðingakona Í Róm sem ég þekki sagði að það væri vöntun á þjónustufólki. Flestir fengju atvinnu. Engar áhyggjur hér nema að senda vaska sjómenn suður í höf í átakavinnu?
Hælisleitandi hótaði lögreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Ekki er það Þór sem er á Miðjarðarhafi heldur Týr hafa skal það sem rétt er.Mér finnst vera niðurlæging í orðum þínum þessir menn eru að vinna þrekvirki þarna suðurfrá.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 21.2.2015 kl. 09:56
Sæll Guðmundur, það má líka segja að þessar björgunaraðgerðir séu þrekvirki. Allt eftir því hvaða viðmið við notum. Landhelgisgæslan hefur unnið stór björgunarafrek hér við land við erfiðar aðstæðum. Við erum ekki vön að tala um það sem meiri háttar.
Ítalir hafa tekið við yfir 300.000 flóttamönnum á nokkrum misserum. Álíka mannfjölda og allir íbúar Íslands. Það er stórvirki. Samsvarandi tala væri fyrir Ísland um 1500 manns sem hefðu leitað hingað og fengið aðstoð eða vinnu.
Sigurður Antonsson, 21.2.2015 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.